Úrval - 01.08.1946, Blaðsíða 45

Úrval - 01.08.1946, Blaðsíða 45
MIG DREYMDI DRAUM 43 að óttast það lengur. Henni tókst það. Nú verðum við öll að flytja aftur, en það er ekki að sjá að við hlökkum neitt til að kynnast hinu nýja um- hverfi. Þvert á móti virðumst við hata það og óttast. Ef um nokkuð annað væri að velja, er ég viss um, að við myndum aldrei samþykkja að komið verði á alþjóðasamvinnu, sem myndi óumflýjanlega leiða til þess að við yrðum að sjá af öllum þessum haturstilfinning- um, sem við höfum ræktað í okkur og hlúð að með svo mikilli kostgæfni; en eftir að kjarnorkusprengjan kom fram á sjónarsviðið, virðist enginn geta bent á aðra leið. Æ, nú var ég nærri búinn að gleyma að skýra frá draumn- um. Mig dreymdi að ég var staddur í stórri, grárri bygg- ingu, sem líktist dómkirkju, við Aðalstræti heimsins. Ég hafði verið kvaddur þangað af Ráði Góðviljaðra Manna, sem höfðu ákveðið að gera eitthvað sem um munaði til endurfæð- ingar mannkynsins. Ég var ekki meðlimur í Æðsta Ráðinu. Ég beið á bekk íyrir utan ráðsalinn fram til miðnættis. Þá kom þriggja manna nefnd til mín og gaf mér fyrirskipanir mínar. Ráð- ið hafði ákveðið, sögðu þeir, að láta meitla áletrun í stóra Gotneska hliðið, og ég átti að semja hana. Ekki yrði neinn tími til að bera áletrunina und- ir Ráðið, heldur skyldi ég flýta mér að útvega steinhöggvara og sjá um að verkinu yrði lokið fyrir dögun, þegar herskarar mannkynsins færu að streyma niður Aðalstræti til að sjá það sem þar væri að sjá. Um tvennt voru fyrirmælin ótvíræð. Ráðið lagði svo fyrir að áletrunin yrði í grundvall- ar atriðum að vera trúarlegs eðlis. Á hinn bóginn yrði hún að vera laus við alla kenni- mannlega tilgerð. Ég varð gagntekinn af hrifningu! Á ótrúlega stuttum tíma lauk ég við að semja fyrsta og eina boðskap minn til alls mann- kynsins. Það var þá sem ég varð gripinn guðlegum tilfinningum; ég leit yfir verk handa minna og sá að það var harla gott. Hrifning mín var lika fagur- fræðilegs eðlis; því að þetta var í fyrsta skipti á langri ævi, sem ég hafði að mestu varið til rit- starfa, að mér hafði tekizt að semja fullkomna setningu. Ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.