Úrval - 01.09.1960, Page 2

Úrval - 01.09.1960, Page 2
Um bókmenntagetraunirnar á bls. 84—86 íslendingar telja sér það oft til gildis að þeir séu bók- fróðir og lesi mikið. Hvort þetta á fyrst og fremst við um roskið fólk og jafnframt um íslenzkar bókmenntir, er ekki gott að segja. Úrval hefur hug á að athuga þetta lítillega, og efnir því til getraunar meðal lesenda sinna um íslenzkar bókmennt- ir. Að þessu sinni verður getraunin í tíu liðum, fjórir ljóð, sex laust mál, en höfundar allir íslenzkir að sjálfsögðu, fjórir látnir þótt uppi hafi verið á þessari öld. Allir eru höfundar vel þekktir og valið úr verkum, sem alkunn eru eða ættu að vera. Getraun þessari verður haldið áfram í næstu heftum Úrvals, og jafnan með sama sniði og sömu höfundum. Margir hafa gaman að spreyta sig á viðfangsefnum sem því, sem hér er um að ræða, og sannast að segja ætti úr- lausnarefnið að vera fremur auðvelt hverjum þeim, sem segja má að hafi einhverja nasasjón af íslenzkum öndvegis bókmenntum og höfundum þeirra. Valið hefur verið þann- ið að stíll eða efni á að benda svo til höfundar eða verks, að þar verði vart um villst, eða kunnugir þurfi ekki lengi að leita réttrar ráðningar. Til þess þó að örva áhuga lesenda í þessu sambandi hefur Úrval ákveðið að veita þrenn verðlaun fyrir ráðningar get- raunanna, þeirra er birtast í þessum árgangi ritsins. Fyrstu verðlaun verða aðeins veitt fyrir allar ráðningar réttar, en önnur og þriðju fyrir flestar ráðningar og næst- flestar réttar. I. verðlaun verða: Veraldarsaga Grimbergs öll. II. — — : Ritsafn Einars Benediktssonar. III. — — : Öldin okkar. Það skal tekið fram, að í svörum verður að tilgreina höfund, og ennfremur það verk hans, sem getraunaklaus- an er úr. Ráðningar og fyrirspurnir — ef um er að ræða — send- ist: ,,Úrval“ tímarit, Reykjavík, Ingólfsstræti 9 eða í póst- hólf 1373.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.