Úrval - 01.09.1960, Blaðsíða 2
Um bókmenntagetraunirnar á bls. 84—86
íslendingar telja sér það oft til gildis að þeir séu bók-
fróðir og lesi mikið. Hvort þetta á fyrst og fremst við um
roskið fólk og jafnframt um íslenzkar bókmenntir, er ekki
gott að segja.
Úrval hefur hug á að athuga þetta lítillega, og efnir því
til getraunar meðal lesenda sinna um íslenzkar bókmennt-
ir. Að þessu sinni verður getraunin í tíu liðum, fjórir ljóð,
sex laust mál, en höfundar allir íslenzkir að sjálfsögðu,
fjórir látnir þótt uppi hafi verið á þessari öld. Allir eru
höfundar vel þekktir og valið úr verkum, sem alkunn eru
eða ættu að vera. Getraun þessari verður haldið áfram í
næstu heftum Úrvals, og jafnan með sama sniði og sömu
höfundum.
Margir hafa gaman að spreyta sig á viðfangsefnum sem
því, sem hér er um að ræða, og sannast að segja ætti úr-
lausnarefnið að vera fremur auðvelt hverjum þeim, sem
segja má að hafi einhverja nasasjón af íslenzkum öndvegis
bókmenntum og höfundum þeirra. Valið hefur verið þann-
ið að stíll eða efni á að benda svo til höfundar eða verks,
að þar verði vart um villst, eða kunnugir þurfi ekki lengi
að leita réttrar ráðningar.
Til þess þó að örva áhuga lesenda í þessu sambandi hefur
Úrval ákveðið að veita þrenn verðlaun fyrir ráðningar get-
raunanna, þeirra er birtast í þessum árgangi ritsins.
Fyrstu verðlaun verða aðeins veitt fyrir allar ráðningar
réttar, en önnur og þriðju fyrir flestar ráðningar og næst-
flestar réttar.
I. verðlaun verða: Veraldarsaga Grimbergs öll.
II. — — : Ritsafn Einars Benediktssonar.
III. — — : Öldin okkar.
Það skal tekið fram, að í svörum verður að tilgreina
höfund, og ennfremur það verk hans, sem getraunaklaus-
an er úr.
Ráðningar og fyrirspurnir — ef um er að ræða — send-
ist: ,,Úrval“ tímarit, Reykjavík, Ingólfsstræti 9 eða í póst-
hólf 1373.