Úrval - 01.09.1960, Page 10
ÚRVAL
BARNUM, HINN FRÆGI SÝNINGARMAÐUR
Hann ákvað þegar að fá
orenginn í þjónustu sína til þess
að hafa hann til sýnis fyrir al-
menning, og það tókst, enda
voru foreldrarnir fátækir. Hann
bauðst til þess að ráða Charles
í f jórar vikur, greiða f jölskyld-
unni 3 dali á viku, ferðakostn-
að til New York, húsnæði og
fæði fyrir drenginn og móður
hans, og þetta töldu Strattons-
hjónin vel boðið.
Þegar Cynthia Stratton kom
með son sinn til New York í
desember 1842, þá leizt henni
ekki á blikuna. Hún sá af
fregnmiðum að hún var móðir
„Tuma Þumals, hershöfðinga,
ellefu ára dvergs, sem er ný-
kominn frá Englandi.“ Barnum
gat þó friðað hana með því að
sýna henni fram á að þetta væri
allt gert í auglýsingaskyni, og
hann sagði henni frá ævintýr-
inu um Tuma þumal, en herfor-
ingjatitillinn var svo fáránleg-
ur, að honum fannst það óborg-
anlegt. Barnumfannst líka nauð-
synlegt að segja drenginn eldri
heldur en rétt var, ella hefðu
menn jafnvel haldið að ekkert
væri sérstakt við hann, hann
yxi að líkindum eðlilega síðar,
og loks var Connecticut of nálæg
og ekkert forvitnisleg fyrir New
Yorkbúa. Á þessum árum kom
allt furðulegt til Ameríku af
fjörrum löndum.
Þegar Tumi Þumall kom fram
í fyrsta skipti var húsfyllir.
Hann byrjaði á því að segja
allskonar fyndni; síðan tók
hann til að leika, m. a. ásta-
guðinn með boga og örvar;
Davíð að fara á móti Golíat sem
risi í þjónustu Barnum lék;
hálfnakinn, rómverskan skilm-
ingamann og Napóleon Bona-
parte í fullum skrúða. Tumi
hlaut geysigóðar viðtökur; allt
ætlaði um koll að keyra af
hlátri og lófataki, og hann varð
eitt helzta umræðuefni borgar-
innar á samri stundu. Afleiðing-
in var sú, að Barnum hækkaði
laun hans um röskan helming
— sjö dali á viku og fimmtíu
í „bónus“ í árslokin. Stundum
sýndi Barnum Tuma í safni
sínu (American Museum) í New
York, stundum í leikhúsi, og
loks fór hann með dverginn í
ferðalag um Bandaríkin. All-
staðar hlaut Tumi Þumall sömu
viðtökur, og eftir sex mánuði
hækkaði Barnum enn laun hans,
nú í tuttugu og fimm dali á
viku — og fór að hugsa um
framtíðina.
Barnum langaði mjög í Ev-
rópuferðalag, og í janúar 1844
fór hann með föruneyti áleiðis
til Englands. Þegar til Liver-
pool kom var mikill mannf jöldi
samansafnaður á komustað
skipsins. Barnum hafði séð til
þess að láta vita um það í Eng-
landi, að „Tumi Þumall, hers-
höfðingi“ væri væntanlegur.
Frú Stratton varð að láta sem
Tumi væri smábarn, sem hún
hélt á í fanginu, til þess að
koma honum fram hjá forvitn-
um manngrúanum.
4