Úrval - 01.09.1960, Síða 10

Úrval - 01.09.1960, Síða 10
ÚRVAL BARNUM, HINN FRÆGI SÝNINGARMAÐUR Hann ákvað þegar að fá orenginn í þjónustu sína til þess að hafa hann til sýnis fyrir al- menning, og það tókst, enda voru foreldrarnir fátækir. Hann bauðst til þess að ráða Charles í f jórar vikur, greiða f jölskyld- unni 3 dali á viku, ferðakostn- að til New York, húsnæði og fæði fyrir drenginn og móður hans, og þetta töldu Strattons- hjónin vel boðið. Þegar Cynthia Stratton kom með son sinn til New York í desember 1842, þá leizt henni ekki á blikuna. Hún sá af fregnmiðum að hún var móðir „Tuma Þumals, hershöfðinga, ellefu ára dvergs, sem er ný- kominn frá Englandi.“ Barnum gat þó friðað hana með því að sýna henni fram á að þetta væri allt gert í auglýsingaskyni, og hann sagði henni frá ævintýr- inu um Tuma þumal, en herfor- ingjatitillinn var svo fáránleg- ur, að honum fannst það óborg- anlegt. Barnumfannst líka nauð- synlegt að segja drenginn eldri heldur en rétt var, ella hefðu menn jafnvel haldið að ekkert væri sérstakt við hann, hann yxi að líkindum eðlilega síðar, og loks var Connecticut of nálæg og ekkert forvitnisleg fyrir New Yorkbúa. Á þessum árum kom allt furðulegt til Ameríku af fjörrum löndum. Þegar Tumi Þumall kom fram í fyrsta skipti var húsfyllir. Hann byrjaði á því að segja allskonar fyndni; síðan tók hann til að leika, m. a. ásta- guðinn með boga og örvar; Davíð að fara á móti Golíat sem risi í þjónustu Barnum lék; hálfnakinn, rómverskan skilm- ingamann og Napóleon Bona- parte í fullum skrúða. Tumi hlaut geysigóðar viðtökur; allt ætlaði um koll að keyra af hlátri og lófataki, og hann varð eitt helzta umræðuefni borgar- innar á samri stundu. Afleiðing- in var sú, að Barnum hækkaði laun hans um röskan helming — sjö dali á viku og fimmtíu í „bónus“ í árslokin. Stundum sýndi Barnum Tuma í safni sínu (American Museum) í New York, stundum í leikhúsi, og loks fór hann með dverginn í ferðalag um Bandaríkin. All- staðar hlaut Tumi Þumall sömu viðtökur, og eftir sex mánuði hækkaði Barnum enn laun hans, nú í tuttugu og fimm dali á viku — og fór að hugsa um framtíðina. Barnum langaði mjög í Ev- rópuferðalag, og í janúar 1844 fór hann með föruneyti áleiðis til Englands. Þegar til Liver- pool kom var mikill mannf jöldi samansafnaður á komustað skipsins. Barnum hafði séð til þess að láta vita um það í Eng- landi, að „Tumi Þumall, hers- höfðingi“ væri væntanlegur. Frú Stratton varð að láta sem Tumi væri smábarn, sem hún hélt á í fanginu, til þess að koma honum fram hjá forvitn- um manngrúanum. 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.