Úrval - 01.09.1960, Side 12
tJRVAL
BARNUM, HINN FRÆGI SÝNINGARMAÐUR
þriggja ára, en þegar þeir
mældu sig, prinsinn og þumal-
ingurinn, þá hafði prinsinn bet-
ur. „Prinsinn er hærri en ég,
en mér finnst ég vera eins stór
og hver annar,“ sagði Tumi, og
brá sér hvergi.
Þessar konunglegu viðtökur
höfðu þau áhrif, að allir. sem
áttu þess kost, fóru til þess að
sjá Tuma Þumal, og greiddu vel
fyrir. Einn þeirra var t. d. her-
toginn af Wellington, sem kom
nokkrum sinnum í „Egyptian
Hall“ til þess að sjá Tuma.
1 París voru viðtökur sízt lak-
ari en í London, og þar sendi
Frakkakonungur, Louis-Phil-
ippe eftir Tuma þegar daginn
eftir að þeir Barnum komu til
Farísar. Síðar gengu þeir Tumi
og Barnum þrisvar á fund kon-
ungs. Mikið gekk á með Tuma í
París. Blöðin, með Figaro í
fararbroddi, fylgdust með öllu,
sem Tumi aðhafðist og birtu
allt, sem hann sagði. Veitinga-
hús var nefnt eftir honum, tó-
baksdósir með mynd Tuma á
lokinu voru til sölu. Styttur af
Tuma fengust í hverri búð.
Kvæði voru samin um hann og
málverk gerð, og loks var hann
kosinn meðlimur franska leik-
listarfélagsins. Hann hélt tvær
sýningar í Salle Musard, og allt
var uppselt tveim mánuðum
fyrir sýningarnar.
Frá París fóru þeir Barnum í
ferðalag um Frakkland, þaðan
til Spánar, þar sem Tumi horfði
á nautaat í föruneyti Isabellu
drottningar, síðan til Belgíu, en
þar bauð Leopold konungur
þeim til sín, og loks fóru þeir
aftur til Englands og Irlands,
og héldu þar sýningar við mikla
aðsókn eins og allstaðar annars-
staðar.
Þeir sneru til Ameríku eftir
þriggja ára ferðalag, og þá var
Tumi Þumall, „sem — eins og
Barnum skrifaði — fór frá
Ameríku áhugalaus og ómennt-
aður drengur, orðinn veraldar-
vanur og mannaður lítill maður.
Hann hafði séð margt og lært
mikið. Hann fór fátækur og
sneri aftur ríkur.“ Barnum
hefði raunar getað sagt hið
sama um sjálfan sig.
Nokkru síðar frétti Barnum
um ,,konu“, Lavinu Warren, en
tvítug var hún 32 þumlungar
(81V& cm) og tuttugu og níu
punda þung. Hún hafði þó orð-
ið skólakennari í Middleboro í
Massachussetts, en síðar farið
að ferðast með hringleikatrúð-
um. Barnum leitaði hana uppi,
og þótti hún vera greind, vel
menntuð og falleg, og í alla
staði fullkomin kona í smækk-
aðri mynd. Hann réði hana til
sín, og það er ekki að orflengja
það: Um leið og Tumi Þumall
sá Lavinu, varð hann yfir sig
ástfanginn. Skömmu síðar bað
liann hennar, og hún galt hon-
um jáyrði. New York var á öðr-
um endanum. Tugþúsundum
saman flykktust menn til þess
að sjá parið þegar sem tilkynnt
var um trúlofunina. Mest var
6