Úrval - 01.09.1960, Side 15

Úrval - 01.09.1960, Side 15
BARNUM, HINN FRÆGI SÝNINGARMAÐUR ÚRVAL í rúmið og Eng sofnaði vært Um klukkan fjögur kom einn sonur Engs inn til þess að líta eftir bræðrunum, og sá þegar að frændi hans, Chang, var dauður. Eng vaknaði við hávað- ann, leit á líkið og fékk þegar ofsalegan taugakrampa. Þegar var sent eftir lækni, en nokkur stund leið þar til hann kom því að hann bjó í þriggja mílna fjarlægð eða svo, og þá var líf Engs fjarað út. Líkskoðun leiddi í ljós að lifrar þeirra og blóðrás var sameiginlegt, og að hinir síömsku tvíburar urðu að lifa samtengdir eða alls ekki. * * * JUMBO. Barnum, sem alltaf leit frem- ur á sig sem safneiganda og sýningarstjóra en sirkusmann, hafði náð mesta gengi sem hann hlaut, áður en hann tók að fást við sirkusmál. Það var aðeins síðustu tuttugu ár æv- innar, sem hann helgaði sig „segldúk og sagi“, og varð ekki fullkominn sirkuseigandi fyrr en eftir sextugt. Eina verulega afrek Barnums á þessu sviði, var þegar hann keypti fílinn Jumbo. Þykkskinn- ungurinn hafði verið tekinn í Afríku nær nýfæddur; þaðan var hann sendur til Parísar, en þótti vaxa seint, og var seldur dýragarðinum í London. Þau sautján ár, sem hann var þar, óx hann stöðugt. Árið 1882 var hann tólf fet á herðakamb og sex og hálf smálest á þyngd. Dagsfæða Jumbos var 200 pund af heyi, 15 brauðhleifar, hafrar, kex, laukur, ávextir, fimm-sex stórar vatnsfötur og pottur af viskýi. I janúar 1882 bauðst umboðs- maður Barnum í Englandi til þess að kaupa Jumbo, en dýra- garðsstjórinn varð hneikslað- ur yfir uppástungunni. Það runnu þó á hann tvær grím- ur þegar honum voru boðin f 2000 fyrir fílinn, og þar við bættist að Jumbo var á því erfiða aldursskeiði karlfíla, sem kallað er ,,must“. Hann var van- stilltur og hætt við að á hann rynni berserksgangur og því hættulegur. Svo fór að dýra- garðsstjórnin ákvað að selja Jumbo. Barnum leigði skip til þess að flytja fílinn, og lá það á Temsá. Matthew Scott, vörður Jumbos, leiddi hann út úr dýragarðinum, en þegar fíllinn kom út á strætið í umferðina og ókunn- uglegt umhverfi, blés hann og cskraði af óánægju og lagðist niður á götuna. 1 Englandi varð grátur og' gnístran tanna, en umboðsmaður Barnums sendi skeyti: „Jumbo liggur á göt- unni og fæst ekki til hreyfa sig. Hvað skal gera?“ „Láttu hann liggja í viku ef hann vill. Þetta er bezta auglýsing, sem hugsast getur,“ svaraði Barnum um hæl. Barnum hugkvæmdist að smíða stórt búr, opið í báða 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.