Úrval - 01.09.1960, Qupperneq 21
DAGURINN A STRÖNDINNI
sjórinn hlífir ekki bjánum. Vit-
und um víðtækt og dularfullt
samspil ýmissa afla, storms
og strauma og sjávarfalla,
logns, undiröldu og fárviðris.
Öll þessi öfl í sameiningu réðu
hegðun fuglanna í loftinu, og
fiskanna í djúpinu. Og öllu
þessu var samfara þrifnaður,
öll fjaran var sópuð tvisvar á
dag með hinum mikla sóp sjáv-
arfallanna.
Sem ég sat þarna, varð mér
Ijóst, að ég hugsaði um hluti,
sem voru stærri en ég sjálfur
— og það var léttir að því.
En þrátt fyrir allt leið morg-
uninn hægt. Sá vani, að kasta
mér yfir viðfangsefni, var svo
sterkur, að án þess fannst
mér ég eins og illa gerður hlut-
ur.
Einusinni, þegar ég leit á
útvarpstækið 1 bílnum löngun-
araugum, kom setning eftir Car-
lyle allt í einu fram í huga
minn: ,,1 þögn . verða stórir
hiutir til . . .“
Um hádegi var vindurinn bú-
inn að sópa burt skýjunum, og
öldurnar gjálfruðu glaðlega í
eyrum. Eg opnaði aðra „for-
skriftina“. Og aftur sat ég
þarna, hálft í hvoru skemmt,
og hálft í hvoru gramur. Þrjú
orð stóðu þar:
Horfið um öxl.
Um öxl til hvers? Til þess
liðna, bersýnilega. En af
hverju, þegar allar áhyggjur
mínar vörðuðu líðandi stund og
framtíðina.
ÚRVAL
Ég fór út úr bílnum og tók
að ráfa hugsandi um sandöld-
urnar. Læknirinn hafði sent mig
til strandarinnar af því það var
staður ánægjulegra minninga.
Máske var það það, sem mér
var ætlað að horfa til: ham-
ingjusjóður, sem lá hálfgraf-
inn að baki mér.
Eg fann skjól og lagðist í
sólbakaðan sandinn. Þegar ég
leyndi að skyggnast niður í
brunn hins liðna, voru endur-
minningarnar, sem skaut upp á
yfirborðið, ánægjulegar, en
ekki vel skýrar, andlitin voru /
fjarlæg og óglögg, eins og ég
hefði ekki hugsað um þau í
langan tíma.
Ég ákvað að gera tilraun:
vinna að þessum veiku endur-
minningum einsog málari, sem
skýrir liti og línur. Ég ætlaði að
\elja úr sérstök atvik og rifja
upp eins mörg smáatriði og ég
gæti. Ég ætlaði að setja mér
fyrir sjónir fólk, alveg eins og
það var í klæðaburði og fasi.
Ég ætlaði að hlusta vandlega
eftir raddhreim þeirra og berg-
málinu af hlátri þeirra.
Nú var að falla út, en enn
þrumuðu landöldurnar. Svo ég
kaus að bregða mér 20 ár aft-
ur í tímann til síðasta fiskiróð-
ursins, sem ég fór í með yngra
bróður mínum. (Hann lézt í síð-
sri heimsstyrjöldinni og var
grafinn á Filippseyjum). Ég
fann nú, að ef ég lokaði aug-
unum og lagði mig allan fram,
gat ég séð hann ljóslifandi fyrir
15