Úrval - 01.09.1960, Qupperneq 25
FURÐTJVERK FORNALDAR X.
langur. Á stöllum þessxun voru
gróðursett hin skrautlegustu
blóm, jurtir og tré, sem hægt
var að finna. Vökvað var með
skrúfudælu og vatni úr Efrat.
Þessir garðar voru því húsa-
meistarasmíði, ekki vélfræði-
legt, eins og ætla mætti eftir
nafninu, sem bendir til þess að
þeir hafi hangið í keðjum, en
voru í raun og veru garðar á
pöllum, sem í fjarska sýndust
svífa í loftinu. Fornar sagnir
segja að Babelsturninn hafi
staðið á Efratsbakka andspæn-
is svifgörðunum, og var það
engu síðra furðuverk en garð-
amir, en minna er um hann
vitað.
I fyrstu Mósebók segir frá
því að niðjar Nóa höfðu eitt
tungumál og ætluðu að byggja
turn. Skyldi hann vera eining-
artákn þjóða, hár og sterkur.
Drottinn fór að skoða smíðina,
og sagði: ,,Sjá, þeir eru ein þjóð
og hafa allir sama tungumál og
þetta er hið fyrsta fyrirtæki
þeirra; og nú mun þeim ekkert
ófært verða, sem þeir taka sér
fyrir hendur að gjöra. Gott og
vel, stígum niður og ruglum þar
tungumál þeirra, svo að eng-
URVAL
inn skilja framar annars mál.“
(I. Móseb., 11, 6). Þetta varð
og afleiðingin varð og sú, að
þjóðirnar tvístruðust, skilnings-
lausar og sundurþykkar, og svo
hefur verið síðan!
Spekingar í Babylon voru
frægir fyrir þekkingu sína í
læknisfræði, stjömufræði og
tímatalsfræði, og vom snilling-
ar í áveitutækni. En borgin,
sem var stolt þeirra og gleði,
lifði þó einkum í endurminning-
unni um garða hennar.
Jeremías mælti að jafnaði
enga tæpitungu þegar hann
spáði, en um hefnd þá, sem
Babyíon skyldi verða fyrir
vegna herleiðingar Júða, segir
hann: „Og Babel skal verða að
grjóthrúgu, að sjakalabæli, að
skelfing og háði, enginn skal
þar búa.“ (Jer. 51, 37). Þetta
rættist, þótt ekki yrðu Gyðing-
ar til þess að fullnægja spá-
dóminum. Um 540 f. Kr. réð-
ust Persar á Babylon, og þar
með lauk hinu glæsilega skeiði
hennar, en svifgarðarnir hafa
geymst í endurminningu manna
sem eitt af sjö furðuverkum
heims.
19