Úrval - 01.09.1960, Qupperneq 26
íRoyston (Pike:
Höfum vio
Hefur þér nokkurntíma fund-
izt þú hafa komið áður á stað,
þar sem þú hefur, að því er þú
bezt veizt, aldrei komið? Eða
hefur þú hitt mann í fyrsta
skipti, og þó — ,,Ég er vissum
að ég hefi séð yður áður, ein-
hversstaðar.“
Kannske hefur þú líka gert
það, en ekki í þessu lífi, kannske
ekki í þessum heimi . . .
Ef þú trúir þessu raunveru-
lega, þá ert þú í virðingarverð-
um félagsskap. Endurholdgun,
sú kenning, að við lifum ekki
einungis eitt líf, heldur mjög
mörg líf, er ein elsta og út-
breiddasta trúarskoðun í mann-
legum heimi.
Hvort hún var þekkt meðal
hinna forsögulegu ættfeðra okk-
ar, verður ekki vitað. Og þar
sem engar ritaðar heimildir eru
fyrir hendi, eru skoðanir okkar
aðeins órökstuddar tilgátur.
Samkvæmt frásögn Herodot-
usar, hins foma „föður sagn-
fræðinnar“, voru forn-Egyptar
fyrstir til að aðhyllast ,,þá kenn-
lifað áður?
ingu, að mannssálin væri ódauð-
leg, og þegar líkami manns-
ins dæi, þá færi sálin í einhver ja
aðra lífveru, sem fæðst hefði
tilbúin að taka við henni, og
þegar hún hefði tekið á sig
mynd alls skapaðs forms í lofti,
á láði og legi, þá færi hún enn
einu sinni í mannlegan líkama,
fæddan handa henni. Og þessi
tilveruskipti gerðust á þrjú þús-
und árum.
Frá Egyptalandi er talið að
þessi kenning hafi borizt til
Grikklands, mest fyrir tilverkn-
að Pythagorasar, heimspekings-
ins, sem Bertrand Russel hefur
lýst sem mikilvægasta manni
er uppi hefur verið.“
Af rituðu orði Pythagorasar
hefur ekki svo mikið sem ein
lína varðveitzt fram til vorra
daga, en hann er sagður hafa
kennt það, að sálin væri ódauð-
leg og að hún fæddist, eins og
allar aðrar lífverur, aftur og
aftur á ákveðnu tímabili.
Önnur kenning, eignuð Pytha-
gorasi, er sú að líf sé andi og
20