Úrval - 01.09.1960, Qupperneq 32
ÚRVAL
ALLTAF ER BARIZT EINHVERSSTAÐAR
fer að draga til þess, sem verða
vildi ,heimsstyrjaldarinnar síð-
ari.
Japan réðist á Kína 1931, og
þeim átökum lauk ekki fyrr en
1945, og má segja að þau hafi
sameinast heimsstyrjöld nr. II.
ítalía sigraði Ethiopíu (Abess-
íníu), og lá við að þessi átök
yrðu Þjóðabandalaginu að ald-
urtila, því að þessi von mann-
kynsins, sem eitt sinn var, lýsti
refsiaðgerðum á hendur Itölum,
en gat ekki staðið' við þær.
Borgarastyrjöld brauzt út á
Spáni, og orustuvellir þar voru
notaðir til þess m. a. að reyna
hernaðartækni ýmissa þjóða,
Rússa, ítala og Þjóðverja. Eftir
sigurinn í Ethiópiu réðist Italía
á Albaníu, en Rússar á Finna.
Báðar styrjaldirnar voru til þess
að búa í haginn fyrir væntanleg
átök.
Það spáði því enginn, sem
þótti lítið til slagorða koma, að
heimsstyrjöldin síðari „væri
stríð til þess að enda öll stríð,“
— enda varð ekki sú raun á.
Síðan 1945 hafa verið marg-
ar styrjaldir, sumar þeirra all-
miklar og mannskæðar, t. d.
Kóreustríðið, styrjöldin í Indo-
kína, aðrar smærri en þó af-
drifaríkar, svo sem styrjöld
ísraelsmanna og Araba
(Egypta) og Súez-átökin. Skær-
ur og uppreisnir hafa verið
margar, stundum samtímis, svo
sem í Asíu, Indonesíu, hér og
hvar í Afríku (Alsír t. d.), og
víða í Vesturálfu (Kúba og Mið-
og Suðurameríkuríki). Evrópa
hefur heldur ekki farið með öllu
varhluta af óeirðum, og má
nefna Ungverjaland, Pólland og
Krít (Grikklaiíd). Nú að undan-
förnu hefur komið til átaka í
Tyrklandi, Kongo og víðar.
Styrjaldardraugurinn vofir
alltaf og allstaðar yfir, og at-
burðir síðustu vikna virðast
síður en svo til þess fallnir að
hora þann púka á sama hátt,
og fjósamaðurinn hjá Sæmundi
fróða gekk af púkanum dauðum
með því að hætta að formæla.
Þvert á móti virðist hátterni
forystumanna fremur til þess
fallið að fita styrjaldarpúkann
en gera út af við hann.
36