Úrval - 01.09.1960, Side 35

Úrval - 01.09.1960, Side 35
STOLT ÚRVAL Við sátum í garðinum, á gras- flötinni hjá linditrénu, pabbi, mamma, flugmaðurinn, Bettan og ég. Bettan er þegar trúlofuð, annars mundi flugmaðurinn hafa verið ágætur handa henni. Ég tók eftir, að pabbi og mamma voru mjög hrifin af honum, hann er einmitt sú manngerð, sem sigrar fullorðið fólk í fyrstu atrennu og leggur ungu stúlkurnar síðan við fæt- ur sér. Hann var vingjarnlegur og veitti mér athygli, án þess að hann smjaðraði fyrir mér eða sýndi mér samúð. Hann var svo eðlilegur, að ég óttaðist, að hann gieymdi sér og byði mér í flugferð. Það hefði kannske verið óþægilegt, þegar ég var búin að sitja þarna, vera eðli- leg og láta, sem ekkert væri. Loks kom það, þó ekki alveg eins og ég hafði óttazt. „Ég vildi gjarna sýna yður jörðina eins og fuglarnir sjá hana, ungfrú Hagner . . .“ ,,Já,“ sagði ég, „það hlýtur að vera viðburður fyrir þann, sem a.ðeins hefur séð hana eins og pöddurnar." „Væri ekki hægt að koma því í kring? Eg fer nú næstu daga í stuttar ferðir, og flugvöllur- inn_ er hérna rétt hjá.“ Eg fann allt í einu til barna- legrar löngunar til að gráta. Ekki vegna þess að það væri óframkvæmanlegt að koma lamaðri manneskju upp í flug- vél og ég gæti aldrei séð jörð- ina úr lofti. Nei, bara vegna þess að unga manninum var al- vara. Það hefðu ekki margir ungir menn haft kjark til þess að bera lamaða stúlku upp í flugvélina sína. Það er alveg andstætt flughugsjóninni, þótt menn noti flugvélar til sjúkra- flutninga. En samt sem áður fann ég, að ég mundi aldrei geta afhjúpað vanmátt minn fyrir þessum unga manni. Þegar ég sat svona í stól, var enginn munur á mér og hverri annarri ungri stúlku, en þegar átti að flytja mig ... Eg svaraði ekki. Þau héldu, að ég væri að hugsa mig um. Ég tók eftir bliki í augum pabba í senn hræðslulegu og eftirvæntingarfullu. Hann lang- aði til að ég lifði þetta ævin- týr, þó að hann væri líka hrædd- ur um mig. Mamma var bara hrædd. Aumingja mamma, dótt- ir með ónýta fætur er sennilega skárri en engin dóttir. Fyrir hugskotssjónum sínum sá hún mig hrapa niður og deyja. „Kærar þakkir,“ sagði ég, ,,en það mundi sennilega verða of mikill munur á að sjá jörð- ina eins og fuglamr sjá hana eða sjá hana eins og pöddurn- ar.“ Það varð dálítil þögn. Augu Bettan, sem alltaf voru glöð og brosandi, urðu dapurleg. Pabbi tók stóran reyk úr vindlinum sínum, og mamma andvarpaði léttar. Og flugmaðurinn ? Hann brosti bara ofurlítið. 29
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.