Úrval - 01.09.1960, Blaðsíða 35
STOLT
ÚRVAL
Við sátum í garðinum, á gras-
flötinni hjá linditrénu, pabbi,
mamma, flugmaðurinn, Bettan
og ég. Bettan er þegar trúlofuð,
annars mundi flugmaðurinn
hafa verið ágætur handa henni.
Ég tók eftir, að pabbi og
mamma voru mjög hrifin af
honum, hann er einmitt sú
manngerð, sem sigrar fullorðið
fólk í fyrstu atrennu og leggur
ungu stúlkurnar síðan við fæt-
ur sér.
Hann var vingjarnlegur og
veitti mér athygli, án þess að
hann smjaðraði fyrir mér eða
sýndi mér samúð. Hann var
svo eðlilegur, að ég óttaðist, að
hann gieymdi sér og byði mér
í flugferð. Það hefði kannske
verið óþægilegt, þegar ég var
búin að sitja þarna, vera eðli-
leg og láta, sem ekkert væri.
Loks kom það, þó ekki alveg
eins og ég hafði óttazt.
„Ég vildi gjarna sýna yður
jörðina eins og fuglarnir sjá
hana, ungfrú Hagner . . .“
,,Já,“ sagði ég, „það hlýtur að
vera viðburður fyrir þann, sem
a.ðeins hefur séð hana eins og
pöddurnar."
„Væri ekki hægt að koma því
í kring? Eg fer nú næstu daga
í stuttar ferðir, og flugvöllur-
inn_ er hérna rétt hjá.“
Eg fann allt í einu til barna-
legrar löngunar til að gráta.
Ekki vegna þess að það væri
óframkvæmanlegt að koma
lamaðri manneskju upp í flug-
vél og ég gæti aldrei séð jörð-
ina úr lofti. Nei, bara vegna
þess að unga manninum var al-
vara. Það hefðu ekki margir
ungir menn haft kjark til þess
að bera lamaða stúlku upp í
flugvélina sína. Það er alveg
andstætt flughugsjóninni, þótt
menn noti flugvélar til sjúkra-
flutninga. En samt sem áður
fann ég, að ég mundi aldrei geta
afhjúpað vanmátt minn fyrir
þessum unga manni. Þegar ég
sat svona í stól, var enginn
munur á mér og hverri annarri
ungri stúlku, en þegar átti að
flytja mig ...
Eg svaraði ekki. Þau héldu,
að ég væri að hugsa mig um.
Ég tók eftir bliki í augum
pabba í senn hræðslulegu og
eftirvæntingarfullu. Hann lang-
aði til að ég lifði þetta ævin-
týr, þó að hann væri líka hrædd-
ur um mig. Mamma var bara
hrædd. Aumingja mamma, dótt-
ir með ónýta fætur er sennilega
skárri en engin dóttir. Fyrir
hugskotssjónum sínum sá hún
mig hrapa niður og deyja.
„Kærar þakkir,“ sagði ég,
,,en það mundi sennilega verða
of mikill munur á að sjá jörð-
ina eins og fuglamr sjá hana
eða sjá hana eins og pöddurn-
ar.“
Það varð dálítil þögn. Augu
Bettan, sem alltaf voru glöð og
brosandi, urðu dapurleg. Pabbi
tók stóran reyk úr vindlinum
sínum, og mamma andvarpaði
léttar. Og flugmaðurinn ? Hann
brosti bara ofurlítið.
29