Úrval - 01.09.1960, Síða 37
STOLT
ÚRVAL
jörðinni eða fljúga upp í him-
ininn.“
Hann horfði á mig.
„Til þess að sitja kyrr,“ sagði
hann.
Svo stóð hann á fætur. Hann
hélt hönd minni í sinni andar-
tak. Þegar hann var kominn
dálítið í burtu, sneri hann sér
við og brosti.
Ég kom mér ekki að kross-
gátunum mínum strax. Eg sat
og lét mig dreyma barnalega
drauma um, hvernig það væri
að fljúga með honum um him-
ininn . . .
* #
Hann kom til að kveðja í dag.
Hann er að fara í langa ferð.
Það er ekkert víst að hann
komi lifandi til baka.
Við vorum líka ein í dag. I
langan tíma sögðum við ekkert.
Hann horfði lengi á mig. Hann
hafði eiginlega ekki augun af
mér.
„Eina konan, sem mig lang-
ar til að hafa hjá mér í flug-
vélinni, getur ekki komið með
mér,“ sagði hann loks.
„Það var leiðinlegt," sagði
ég og brosti.
Allt í einu hafði hann beygt
sig niður að mér, — hann kom
við hárið á mér með munninum.
Svo stóð hann snögglega upp.
„Það er ekki víst, að ég komi
aftur,“ sagði hann, eins og
hann væri að afsaka sig. „Viljið
þér hugsa dálítið um mig öðru
hverju?“
„Gjarnan," sagði ég glaðlega.
Hann stillti sér upp fyrir
framan mig og mér tókst að
horfa lengi lengi í augu hans
:— brosandi.
Andartaki seinna var hann
farinn.
# #
Ég'sit og horfi lengi á blett-
inn í kjarrinu, þar sem ég sá
hann síðast. Eg brosi svolítið.
Því að það er hægt að taka
máttinn úr fótunum á mér og
kremja hjartað í mér, en eng-
um skal takast að auðmýkja
mig — menn mega bíða lengi
eftir andvarpi, tári, gráti eða
öskri.
Það bíða mín margar óleyst-
ar krossgátur. Eg hef aðeins
tafizt örlitla stund. En ég er
aðeins tuttugu ára — og lífið
er langt. Ég býst við, að ég
geti lokið við þær.
G. H.
31