Úrval - 01.09.1960, Side 48
ÚRVAL
MANNSEYRAÐ
þau hafa algera sérstöðu meðal
beina mannslíkamans. Leiða þau
hljóðbylgjurnar frá hljóðhimn-
unni til sporlaga gluggans, sem
er op til innra eyrans.
Istaðið dinglar í fyrrnefnd-
um „glugga“ og heldur hreyf-
ingu á vökva þeim sem innra
eyrað er fullt af. Verka hreyf-
ingar þessar á þann f jölda hinna
smágjörvu strengja sem áður
hafa verið nefndir, en þeir hafa
aftur með titringi sínum áhrif
á heyrnarfrumur þær, er breyta
hreyfingum í heyrnarverkanir,
sem berast loks með heyrnar-
taugunum upp til heilans.
Hinn holi endi innra eyrans
nefnist lcu'öungur. I honum
liggja margir strengir, sem
minna á slaghörpu: langir
strengir fyrir lægri tóna og
stuttir fyrir þá hærri. Álitið
er, að sérstakur strengur sé þar
fyrir hvern tón.
Annar hluti innra eyrans er
völundarhúsið. Eru það þrjú
bogagöng sem fyllt eru vökva,
og þetta er jafnvægislíffæri
mannsins. Auk þess er og jafn-
vægisins gætt með sjónfærum
og viðbrögðum vöðvanna. Geta
menn því komizt nokkurn veg-
inn af, þótt þetta jafnvægistæki
bili.
Það er þó ekki með eyranu
einu, sem við greinum hljóð,
heldur leiðist það og eftir allri
beinagrind mannsins. Reynið
að bíta í vekjaraklukku, þó
ekki of fast. Þér munuð þá
heyra tifið skýrar en ella.
Hávaði og tónar.
Ef gripið er í fiðlustreng,
heyrist tónn. Tónsveiflurnar
verða ýmist sterkari eða veik-
ari, eftir því hversu fast er
gripið í strenginn, en tónhæðin
er hin sama. Sé nokkru af
strengnum haldið niðri með
fingrinum, styttist sá hluti hans
sem sveiflast. Hann titrar þá
hraðar og við það myndast
hærri tónn. Til þess að eyra
mannsins geti yfirleitt greint
tón, verður hann að hafa að
minnsta kosti sextán sveiflur á
sekúndu. Hæstu tónar sem til
eru í hljómlist, hafa fimm þús-
und sveiflur á sekúndu. Þeir
nást aðeins á pikkólóflautu.
Eyra mannsins getur numið
tón, ef sveiflur hans eru frá
16 til 22.000 á sekúndu. Allra
hæstu tónana heyra þó mjög
fáir. Tóna með um það bil tutt-
uðu þúsund sveiflum, greina
flestir aðeins sem óþægilegan
dyn í höfði. Með aldrinum
minnkar næmleiki heyrnarinn-
ar á háa tóna.
Þegar sleginn er strengur,
heyrist fyrst og fremst grunn-
tónninn, er svarar til þess, að
strengurinn titri. Ymsir minni
hlutar hans titra þó útaf fyrir
sig og mynda aukatóna er
renna saman við grunntóninn.
Það eru slíkir aukatónar, sem
ráða hljómfegurð hvers hljóð-
færis. Séu ýmsir ákveðnir tón-
ar látnir renna saman, er hægt
að framkalla hljóma, sem sér-
42