Úrval - 01.09.1960, Side 61
ÞRJÚ LÍTIL BBIN
ÚRVAL
að starfa eftir. Þeir spurðust
fyrir í nágrenni brunnsins um
unga, halta konu, sem saknað
væri. Fljótlega fréttu þeir af um
það bil tuttugu og fjögra ára
konu, sem hafði horfið fyrir
nokkrum mánuðum. Hún hafði
verið gift, átt eitt barn, var frá-
skilin og bjó með föður sínum
þar til hún hvarf. Lögreglan
yfirheyrði föðurinn, og svör
hans voru svo ófullnægjandi, að
hann var handtekinn og sakað-
ur um morð dóttur sinnar. Þá
guggnaði hann og játaði — en
ekki morð. Hann kvaðst hafa
orðið henni að bana af slysi.
— Eg sat á jörðunni framan
við dóttur mína og var að
hreinsa byssuna, sagði hann.
Dóttir mín stóð í dyrunum. Eg
vissi ekki að byssan var hlað-
in. Allt í einu hljóp skot úr
henni — og dóttir mín féll til
jarðar. Eg kom henni í rúm-
ið og hjúkraði henni, en hún
aó eftir viku.
— Af hverju sóttirðu ekki
lækni ?
— Eg var hræddur um að
lenda í bölvun fyrir að hafa
byssuna. Eg hafði ekkert leyfi.
Þegar hún dó varð ég enn þá
óttaslegnari, svo að ég faldi
líkið í brunninum. Hann hafði
ekki verið notaður lengi, og það
virtist ekki líklegt að hann yrði
notaður aftur. En fáum mánuð-
um síðar heyrði ég að það ætti
að fara að nota brunninn á ný,
og ég — ég —
Tilfinningarnar báru hann
ofurliði, og það var skiljanlegt.
Hvað sem satt var um frásögn
hans, þá var ekki ástæða til þess
að efa það, sem á eftir fór. Hann
hafði farið niður í brunninn í
svarta myrkri um miðja nótt,
og flutt burtu leifar dóttur
sinnar. Erfitt er að gera sér
grein fyrir hve hryllilegt þetta
verk hefur verið. Nárinn var
næstum leystur sundur af hit-
anum, og þótt ógleði ætlaði að
yfirbuga manninn, þá tók hann
leifarnar og fleygði þeim í Níl.
Hann hélt sig hafa fjarlægt öll
spor, en honum sást yfir hin
þrjú litlu bein. Það var ólán
hans að þau sögðu nægilega
mikið til þess, að leiða verknað
lians í ljós.
Ráðning gátu virðist alltaf
auðveld — þegar hún hefur ver-
ið útskýrð.
Tvö beinanna voru mjaðmar-
bein, þriðja spjaldbein, og sam-
eiginlega varð úr þeim mjaðm-
argrind. Enginn hluti beina-
grindar bendir eins glöggt á
kynferði, og í þessu falli var
sýnilega um konu að ræða. Það
var engu erfiðara að ákvarða
stærð hennar og vöxt. Beinin
voru lítil og létt, svo að konan
var stutt og grönn. Þau hefðu
næstum getað verið af barni,
nema af því, að þau báru glöggt
vitni um aldur hennar. Venju-
lega vaxa brúnir mjaðmarbein-
snna saman um tuttugu og
tveggja — tuttugu og fimm ára
aldur, og hér voru þau næstum
samvaxin, en þó ekki að fullu,
55