Úrval - 01.09.1960, Page 61

Úrval - 01.09.1960, Page 61
ÞRJÚ LÍTIL BBIN ÚRVAL að starfa eftir. Þeir spurðust fyrir í nágrenni brunnsins um unga, halta konu, sem saknað væri. Fljótlega fréttu þeir af um það bil tuttugu og fjögra ára konu, sem hafði horfið fyrir nokkrum mánuðum. Hún hafði verið gift, átt eitt barn, var frá- skilin og bjó með föður sínum þar til hún hvarf. Lögreglan yfirheyrði föðurinn, og svör hans voru svo ófullnægjandi, að hann var handtekinn og sakað- ur um morð dóttur sinnar. Þá guggnaði hann og játaði — en ekki morð. Hann kvaðst hafa orðið henni að bana af slysi. — Eg sat á jörðunni framan við dóttur mína og var að hreinsa byssuna, sagði hann. Dóttir mín stóð í dyrunum. Eg vissi ekki að byssan var hlað- in. Allt í einu hljóp skot úr henni — og dóttir mín féll til jarðar. Eg kom henni í rúm- ið og hjúkraði henni, en hún aó eftir viku. — Af hverju sóttirðu ekki lækni ? — Eg var hræddur um að lenda í bölvun fyrir að hafa byssuna. Eg hafði ekkert leyfi. Þegar hún dó varð ég enn þá óttaslegnari, svo að ég faldi líkið í brunninum. Hann hafði ekki verið notaður lengi, og það virtist ekki líklegt að hann yrði notaður aftur. En fáum mánuð- um síðar heyrði ég að það ætti að fara að nota brunninn á ný, og ég — ég — Tilfinningarnar báru hann ofurliði, og það var skiljanlegt. Hvað sem satt var um frásögn hans, þá var ekki ástæða til þess að efa það, sem á eftir fór. Hann hafði farið niður í brunninn í svarta myrkri um miðja nótt, og flutt burtu leifar dóttur sinnar. Erfitt er að gera sér grein fyrir hve hryllilegt þetta verk hefur verið. Nárinn var næstum leystur sundur af hit- anum, og þótt ógleði ætlaði að yfirbuga manninn, þá tók hann leifarnar og fleygði þeim í Níl. Hann hélt sig hafa fjarlægt öll spor, en honum sást yfir hin þrjú litlu bein. Það var ólán hans að þau sögðu nægilega mikið til þess, að leiða verknað lians í ljós. Ráðning gátu virðist alltaf auðveld — þegar hún hefur ver- ið útskýrð. Tvö beinanna voru mjaðmar- bein, þriðja spjaldbein, og sam- eiginlega varð úr þeim mjaðm- argrind. Enginn hluti beina- grindar bendir eins glöggt á kynferði, og í þessu falli var sýnilega um konu að ræða. Það var engu erfiðara að ákvarða stærð hennar og vöxt. Beinin voru lítil og létt, svo að konan var stutt og grönn. Þau hefðu næstum getað verið af barni, nema af því, að þau báru glöggt vitni um aldur hennar. Venju- lega vaxa brúnir mjaðmarbein- snna saman um tuttugu og tveggja — tuttugu og fimm ára aldur, og hér voru þau næstum samvaxin, en þó ekki að fullu, 55
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.