Úrval - 01.09.1960, Qupperneq 79
HVERNIG VERÐA MENN HUNDRAÐ ÁRA ?
ÚRVAL.
fólks látizt innan við áttrætt, og
fjórði hluti þess átti hvorki
foreldra né systkini er náð
höfðu þeim aldri. Sá, sem hvorki
á háaldraða foreldra eða ætt-
ingja, þarf því engu að kvíða,
— hann getur orðið gamall fyr-
ir því.
58 af hundraði þeirra, sem
náð höfðu hundrað ára aldri
höfðu aldrei veikst alvarlega.
Sjúkdómar af sálrænum orsök-
um, svo sem taugaáföll, maga-
sár og fleira, eru sjaldgæfir með
þessum mönnum, og maður
verður þess vísari, sér til mikill-
ar furðu, að sjö af hverjum tíu
hafa svo að segja aldrei fengið
kvef.
Yfirleitt má segja að þetta
fólk hafi verið gætt fádæma
starfsorku. Aðeins sex af hverj-
um hundrað kannast við að
hafa verið fljótt að þreytast,
hitt segist hafa haft góða
líkamsburði og mikið þrek. Og
af gögnum þeim, er safnað hef-
ir verið, má sjá að það fer með
rétt mál.
Sem dæmi skulum við taka
William Perry frá San Fran-
ciskó. Hann er lágur vexti en
hnellinn, og 106 ára gamall.
Hann er hlaðinn örum eftir
örvar og kúlur, sem hann hefir
fengið í erjum sínum við Indí-
ána. Perry hefir verið járn-
brautarverkamaður, kúreki og
atvinnuspilari, og þótt hann sé
kominn með tréfót, bregður
hann sér til Renó ennþá við og
við. Þegar hann missti fótinn
fyrir fjórum árum, sögðu lækn-
arnir að hann væri orðinn of
gamall til þess að læra að ganga
með tréfót.
,,Þeir sögðu að ég ætti að fara
í hjólastól, og ég sagði þeim að
fara til fjandans," rumdi
Perry ergilega. „Það eru hundr-
að ár síðan ég lærði fyrst að
ganga, en ég get vel lært það
aftur.“
Og það gerði hann. Fólk af
hans tagi er lífseigt.
Aðeins þriðjungur hins aldr-
aða fólks, sem við áttum tal við,
hefir gert nokkuð að því að
liðka sig í frístundum sínum.
Ljóst er að hitt hefir haft nóga
hreyfingu við vinnu sína. Af
körlum voru 70 af hverjum
hundrað bændur eða verka-
menn, og fjórði hluti kvenn-
anna hefir stundað innanhús-
störf eða einhvers konar hand-
iðn. Hinar hafa séð um heimili
sin á þeim árum, er börnin
hlóðust á þær. Þá var eigin-
konan regluleg húsmóðir en
ekki manneskja, sem getur lát-
ið allt gerast með því að þrýsta
á nokkra hnappa. Allflestar
þessara kvenna voru álíka önn-
um kafnar og „eineygður kött-
ur, sem verður að passa tvær
músaholur í einu,“ eins og Perry
gamli komst að orði.
Hvort sem þetta fólk hefir
verið ríkt eða fátækt, hefir það
yfirleitt aldrei sökkt sér niður
í áhyggjur. Aðeins fimm af
hverjum hundrað segist hafa
fundið til óróleika yfir því,
73