Úrval - 01.09.1960, Side 87
OF MARGT FÖLK! HVAÐ GETUM VEE> GERT?
ÚRVAL
Hin viðurkennda kaþólska
aðferð til að takmarka fjöl-
skyldufjölgun er sú, að tak-
marka líkamlegar samfarir við
þá daga sem konan er talin
vera ófrjó. Það er því aðferðin,
sem hin margvíslegu trúarbrögð
deila um, ekki meginreglan.
I hinu mikla fólksfjölgunar-
vandamáli ræður kenning
kaþólsku kirkjunnar úrslitum
aðeins í Suður-Ameríku og Fil-
ippseyjum. I öðrum heimshlut-
um er takmörkun barneigna í
margvíslegum myndum. Japan
hefur raunverulega leyst vand-
ann, en aðferðin sem aðallega
er notuð — kostnaðarlítil, lög-
leg fóstureyðing — myndi vera
andstyggileg að dæmi flestra
þjóðfélaga.
I bæði Egyptalandi og Ind-
Iandi eru reknar stofnanir fyrir
fólk sem hyggst stofna nýjar
fjölskyldur. Þannig hefur öðr-
um Asíu- og mið Austurlöndum
verið gefið fordæmi.
En þessar stofnanir eru að
mestu leyti ófullnægjandi. Það
sem aðallega stendur þeim fyrir
þrifum er skorturinn á tiltæki-
legum leiðum til að framkvæma
fæðingatakmarkanirnar. Nú-
verandi aðferðir gætu, ef þær
væru venjulega notaðar, tak-
markað hina gífurlegu fólks-
fjölgun. En þær mæta mörgum
hindrunum: nautnasýki karla,
skort á einveru, vanþekkingu á
getnaðarvörnum kvenna og síð-
ast en ekki sízt, þá eru flestar
slíkar aðferðir kostnaðarsamar,
með tilliti til hinna lágu tekna
fólks.
Hinar fullkomnu getnaðar-
vamir verða að vera ódýrar,
einfaldar, langvarandi, lausar
við að erta, ekki í neinni snert-
ingu við æxlunarfærin. Og þær
verða að vera þannig, að yfir-
völdunum veitist auðvelt að
koma á almennri notkun þeirra
— eins auðvelt og t. d. almenn-
ar bólusetningar, sem hafa
stuðlað að „dauða-takmörkun-
um.“
Þótt undarlegt kunni að virð-
ast, þá getur bólusetningin
reynst að vera svarið. 1 Salk-
bóluefninu orsakar t. d. inn-
sprauting óvirkra mænuveikis-
veira mótefni í blóðrásinni, sem
ræðst á aðkomnar, lifandi
mænuveikisveirur. Á hliðstæðan
hátt getur innsprauting á sæði,
eggjum, eða óþroskum vefjum
orsakað myndun sérstakra
mótefna, sem myndu ónýta síð-
ari „innrásir" fyrmefndra efna.
Með tilraunum á dýrum, hafa
fengizt sannanir á því, að hægt
er að beita aðferðinni með ár-
angri, en hitt verður enn ekki
sagt um með neinni vissu, hvort
sama aðferð dugi, þegar, um
mannlegar verur er að ræða.
Slíkar framkvæmdir eru
þekktar sem ,,eðlisfræðilegar“
— þ. e. atriði, sem gæti átt sér
ctað sjálfkrafa í líkamanum, og
er framkvæmt af ásettu ráði, til
þess að ná ákveðnu takmarki.
Flestar núverandi rannsóknir
eru af þessari tegund.
81