Úrval - 01.09.1960, Side 89
OF MARGT FÓLK! HVAÐ GETUM VIÐ GERT?
ÚRVAL
þó valdandi, að nær 10% þeirra
kvenna, sem byrjuðu á aðgerð-
inni, hættu í miðju kafi. Enn er
svo ótalin ein ástæðan til þess,
að pillurnar eru langt frá því
að vera lausnin á vandamálinu,
en hún er sú að það verður að
taka þær undir umsjón læknis,
vegna þess að enn veit enginn
það með fullri vissu, hvort lang-
varandi notkun þeirra getur
valdið andlegum líffæra-
skemmdum.
Vonin er að sjálfsögðu sú, að
fundin verði óbrigðul ráð til að
takmarka fólksfjölgun. En jafn-
vel varnir, sem ekki hafa að
fullu tilætluð áhrif, gætu eigi að
síður verið mjög þýðingarmikl-
ar. I Indlandi hafa nýlegar at-
huganir leitt það í ljós, að ef
efnahagslegar framfarir verða
örar og árangursríkar og ef
unnt yrði að draga úr fólks-
fjölguninni um 50% á þrjátíu
árum, þá yrðu tekjur hvers ein-
staklings um 40% hærri að með-
altali, en ef fæðinga- og dauða-
hlutföllin héldust óbreytt, frá
því sem nú er.
Vegna hinnar knýjandi nauð-
synjar til að finna eitthvert
svar við fólksfjölgunarvanda-
málinu, eru vísindamenn að
rannsaka allar hugsanlegar
leiðir. „The Planned Parenthood
of America11 annast mikilvæga
rannsókn. Svo gerir og líka
John D. Rockefeller III., sem
eftir að hafa kynnst vandamál-
inu á ferðum sínum um Asíu,
stofnaði Fólksfjölda-Ráðið (the
Population Counsil) árið 1953.
Seinna hafa svo Ford-stofnunin
og margar aðrar veitt stuðning
sinn og gert Ráðinu kleyft að
ráðstafa rösklega einni milljón
dollara á ári, þar sem næstum
helmingi þess fjár er varið til
læknisfræðilegra rannsókna,
undir stjórn dr. Warren Nel-
sons sem er læknisfræðilegur
framkvæmdastjóri Ráðsins.
Dr. Nelson er mjög bjart-
sýnn. Hann telur víst, að eftir
tiltölulega fá ár, verði til, ekki
eitt heldur allmörg ný, einföld,
aðgengileg ráð til getnaðar-
varna. Það verði pillur og senni-
lega líka innsprautinar. Hann
segir: ,,Ég þori ekki að veðja
á neina sérstaka aðferð af þeim
sem við erum nú að vinna að,
en hitt er ég viss um, að ef þær
heppnast ekki, þá heppnast ein-
hver önnur, sennilega einhver
betri, en allt sem við þekkjum
núna.“
Að öllu athuguðu, þá virðast
miklir möguleikar á jákvæðu
svari við fólksfjölgunar-vanda-
málinu. Ein spurning er eftir:
hvernig vera vísindin, almenn-
ingsálit og einstaklingshegðun
sameinuð um takmörkun fólks-
fjölgunar ? Ekkert gæti verið
hættulegra til að hneiksla þjóð-
ar- og einstaklings stolt, trú-
arbrögð og þjóðfélagsvenjur.
Og samt getur verið að ekkert
sé mikilvægara fyrir verndun
vestrænna trúarbragða, sérstak-
lega kristinnar trúar . . .
(úr Life) s. H.
83