Úrval - 01.09.1960, Qupperneq 95
Andesmaðurinn
Ein erfiðustu lífsskilyrði, sem
manni mæta á þessari jörð, er
að finna í hinum háu, loftþunnu
Andesfjöllum. Láglendisgestir
mása og stynja eftir að hafa
gengið smáspöl eftir götum
Oroya í Perú, í ca. 3600 metra
hæð, eða La Paz í Bolivíu í
3700 m. hæð. Sumir fá svo
slæma soroche (f)allaveiki), að
þeir missa meðvitund. Margir
láglendingar aðlagast aldrei og
verða að flytjast „niður brekk-
una.“
En hæðin bítur ekki á Indí-
ánafrumbyggjana, sem fyrir
löngu hafa aðlagast lífsskilyrð-
um Andesfjallanna. Þeir þrífast
ágætlega og ala upp börn sín í
allt að 5000 metra hæð, sem er
yfir mílu (1609 m.) meiri hæð,
en flugmenn taka að jafnaði að
nota súrefnistæki. Perúflug-
menn af Indíánakyni fljúga allt
upp í 7200 metra hæð, án þess
að nota auka súrefni.
Andesmaðurinn er lágur og
gildvaxinn, þykkur um brjóstið,
litarhátturinn rauður með purp-
urablæ. Dr. Carlos Monge,
stofnandi Rannsóknardeildar
Andesfjalla í líffræði í Perú,
hefur einkum gert sér far um
að rannsaka Andesmanninn. Dr.
Monge lítur á hann sem sér-
stakt loftslagsfræðilegt afbrigði
mannkynsins. Rannsóknar-
deildin var stofnuð, árið 1930,
til að rannsaka Andesindíánana,
og finna með því leiðir til að
gera Andesf jöllin byggileg fyrir
aðkomna landnema, bæði menn
og dýr. I fyrstu átti dr. Monge
erfitt uppdráttar vegna fjár-
skorts og vöntunar á þjálfuð-
um aðstoðarmönnum. (Eitt
sinn, er hann sendi kanínur í
könnunarskyni til Huancayo,
voru þær etnar af þeim mönn-
um, sem áttu að fylgjast með
líðan þeirra).
1 örvæntingu sneri Monge sér
að sögulegum gögnum og fann
þar heilmikið af upplýsingum
um háfjallalíf. Inkarnir, sem
ríktu í Perú, áður en Spánverj-
ar komu, kunnu góð skil á á-
hrifum háfjallaloftslagsins á
menn og skepnur. Þegar þeir
tóku að byggja nýtt háíendi, er
þeir höfðu lagt undir sig, sendu
þeir ætíð landnema sem voru
vanir álíka hæð. Þegar þeir
áttu í ófriði við strandbúa,
höfðu þeir tvenna háfjallaheri.
Hvor um sig barðist aðeins á