Úrval - 01.09.1960, Síða 102
ÚRVAL
Þtr ÞARFT KANNSKE MEXRX SVEFN
vakandi, þá erum við heldur
ekki með réttu ráði.
Þrír prófessorar við lækna-
deild háskólans í Utah, þeir dr.
Eugene L. Bliss, dr. Lincoln D.
Clark og dr. Charles D. West,
hafa bent á svefnleysi sem
sennilega höfuð-orsök taugabil-
unar. Eftir að þeir höfðu rann-
sakað tvo sjúklinga með schizo-
phreny, eða „klofinn persónu-
leika“, sem báðir höfðu þjáðst
af langvarandi svefnleysi, og
sjö læknanema sem sviftir
höfðu verið svefni í tilrauna-
skyni, skýrðu þeir frá því í
„Archives of Neurology and
Psychiatry“, sem gefið er út
af American Medical Associa-
tion, að „margir andlega trufl-
aðir menn á barmi geðbilunar,
þjáist af alvarlegu svefn-
leysi . .
Hvort sem svefnleysið er
heldur orsök sjúkdómsins eða
afleiðing, þá virðist það a. m.
k. vera þáttur í honum. Þess-
vegna getur verið að hver sá
sem þjáist samtímis af áhyggj-
um, þjóðfélagslegri einangrun
og svefnleysi, sé að stofna sér í
mikla hættu.
Hversvegna er svefn svo
nauðsynlegur f yrir heilann ?
Enginn veit nákvæmlega hvers-
konar lífeðlisfræðilegt fyrir-
brigði svefninn er, en kannske
mætti lýsa honum sem iðjuleysi
i vélakerfi líkamans. Það slakn-
ar á öllum vöðvum, líkams-
hiti og blóðþrýstingur lækka,
meðvitundin dofnar. Eins og
einn læknir hefur orðað það:
„Það er aðferð náttúrunnar við
að endui’hlaða rafgeyma okkar
fyrir starf og leiki morgun-
aagsins."
Það er nú augljóst, að trufl-
un í hegðun sökum svefnskorts,
likist mjög þeirri röskun, sem
stafar af sérstökum deyfilyfj-
um, áfengi eða súrefnisvöntun.
Vitundin sljóvgast. Tímaskynj-
unin hverfur. Viðbrögðin verða
sein. Maðurinn er bókstaflega
talað „ekki hann sjálfur.“
Síðastliðin þrjú ár hafa til-
raunir verið gerðar í Walter
Reed Army Institute í Was-
hington. Meira en 100 sjálfboða-
liðar, bæði hermenn og óbreytt-
ir borgarar, hafa verið látnir
vaka allt upp í f jóra daga. Þús-
undir prófana hafa verið gerð-
ar um afleiðingar þessa og
áhrif á hegðun þeirra og per-
sónuleika. Arangurinn af þess-
um prófunum hafa veitt vís-
indamönnum undraverða nýja
þekkingu á leyndardómum
svefnsins.
Nú vita þeir, að hinn þreytti
heili krefst bersýnilega svefns
svo takmarkalaust, að hann
fórnar öllu til að öðlast hann.
Eftir aðeins nokkurra klukku-
stunda svefnmissi komu örstutt-
ir blundir, kallaðir micro-svefn
(smá-svefn) þrisvar og fjórum
sinnum á klukkustund.
Augnlokin sigu niður, eins og
í raunverulegum svefni og
hjartslátturinn varð hægari.
Hver dúr stóð yfir í aðeins brot
96