Úrval - 01.09.1960, Síða 124

Úrval - 01.09.1960, Síða 124
tjRVAL SVARTA RÖSIN guðsmóðir, það sýnist varla mögulegt.“ Önnur rödd sagði, og hann þekkti rödd Bayans: „Það var heppilegt að Ortuth missti stjórn á sér og barði hann meðan hann var enn á kaðlinum. Það leyfði mér að binda endi á þetta áður en þeir gátu barið hann til bana.“ Eftir það, sem honum virtust margar klukkustundir af kvalafullu dosi, heyrði hann Bayan segja aftur: „Hann er sterkur þessi Englendingur. Ef til vill heldur hann lífi þrátt fyrir allt.“ Kinsai. Meðan Walter var að ná sér, og það tók langan tíma, missti hann af sigrum þeim, sem Mongólar höfðu unnið á leið sinni niður með Han-fljóti og yfir Yang-tse, en borgir féllu fyrir þeim eins og korn fyrir sigð. Hann kom til stöðva hers- höfðingjans sama morgun og Bayan lagði til árásar á Manji- flotann, og Bayan sagði honum að nú myndi hann sjá stærsta sigur sinn. „Manji er brotið á bak aft- ur,“ sagði hann. „Nú held ég til Kinsai.“ Hann bætti við í lægri rómi: „Nú get ég haft mikið gagn af þér, Englending- ur. Manji er svo gersigrað að það er gagnslaust fyrir þá að berjast áfram. Það eykur raun- ar orðstír minn ef ég brýzt alla leið til Kinsai, en ég kýs það öðruvísi. Ég hefi enga löng- un til múgmorða, en ég yrði að selja hina miklu borg undir sverðseggjar. Menn mínir mundu krefjast þess sem réttar síns.“ Hann hikaði við. „Það er aðeins blinda og þrjóskufullur hroki ráðherra keisarans, sem hindrar uppgjöf þeirra. Chang Wu, aðal sendimaður þeirra, hefur sagt mér í trúnaði að Manji-þjóðin þrái frið. Sjálfur sér hann heimsku þess að veita frekara viðnám, og hann veit hvaða örlög bíða Kinsai ef styrjöldin heldur áfram. Ég vil fá þig til þess að fara með Chang Wu,“ hélt Bayan áfram. ,,Þú ferð til Kinsai dulbúinn sem menntamaður frá Vestur- löndum, sem vill fræðast um Kínverja og hætti þeirra. Hafðu augu opin og eyru, og ef unnt er þá komdu skýrslum til mín. Eg vil fá þig til þess að vinna að því með Chang Wu að afla friðarhreyfingunni fylgis.“ „Ég á þér lífið að launa. Það gleður mig að geta lagt það í hættu í þína þágu.“ * * * Það var um nónbil sem Wal- ter, Theódór klerkur og Chang Wu sáu fyrst til Kinsai. Chang Wu stöðvaði hest sinn, horfði á háa borgarveggi og turna fram undan, og sagði með skyndi- legri alvöru: „Mesta borg heims, göfugi menntamaður, sem þarna ligg- ur, friðsamleg og ánægð og full 118
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.