Úrval - 01.09.1960, Qupperneq 124
tjRVAL
SVARTA RÖSIN
guðsmóðir, það sýnist varla
mögulegt.“ Önnur rödd sagði,
og hann þekkti rödd Bayans:
„Það var heppilegt að Ortuth
missti stjórn á sér og barði
hann meðan hann var enn á
kaðlinum. Það leyfði mér að
binda endi á þetta áður en þeir
gátu barið hann til bana.“ Eftir
það, sem honum virtust margar
klukkustundir af kvalafullu
dosi, heyrði hann Bayan segja
aftur: „Hann er sterkur þessi
Englendingur. Ef til vill heldur
hann lífi þrátt fyrir allt.“
Kinsai.
Meðan Walter var að ná sér,
og það tók langan tíma, missti
hann af sigrum þeim, sem
Mongólar höfðu unnið á leið
sinni niður með Han-fljóti og
yfir Yang-tse, en borgir féllu
fyrir þeim eins og korn fyrir
sigð. Hann kom til stöðva hers-
höfðingjans sama morgun og
Bayan lagði til árásar á Manji-
flotann, og Bayan sagði honum
að nú myndi hann sjá stærsta
sigur sinn.
„Manji er brotið á bak aft-
ur,“ sagði hann. „Nú held ég
til Kinsai.“ Hann bætti við í
lægri rómi: „Nú get ég haft
mikið gagn af þér, Englending-
ur. Manji er svo gersigrað að
það er gagnslaust fyrir þá að
berjast áfram. Það eykur raun-
ar orðstír minn ef ég brýzt
alla leið til Kinsai, en ég kýs
það öðruvísi. Ég hefi enga löng-
un til múgmorða, en ég yrði að
selja hina miklu borg undir
sverðseggjar. Menn mínir
mundu krefjast þess sem réttar
síns.“ Hann hikaði við. „Það er
aðeins blinda og þrjóskufullur
hroki ráðherra keisarans, sem
hindrar uppgjöf þeirra. Chang
Wu, aðal sendimaður þeirra,
hefur sagt mér í trúnaði að
Manji-þjóðin þrái frið. Sjálfur
sér hann heimsku þess að veita
frekara viðnám, og hann veit
hvaða örlög bíða Kinsai ef
styrjöldin heldur áfram. Ég vil
fá þig til þess að fara með
Chang Wu,“ hélt Bayan áfram.
,,Þú ferð til Kinsai dulbúinn
sem menntamaður frá Vestur-
löndum, sem vill fræðast um
Kínverja og hætti þeirra. Hafðu
augu opin og eyru, og ef unnt
er þá komdu skýrslum til mín.
Eg vil fá þig til þess að vinna
að því með Chang Wu að afla
friðarhreyfingunni fylgis.“
„Ég á þér lífið að launa. Það
gleður mig að geta lagt það í
hættu í þína þágu.“
* * *
Það var um nónbil sem Wal-
ter, Theódór klerkur og Chang
Wu sáu fyrst til Kinsai. Chang
Wu stöðvaði hest sinn, horfði á
háa borgarveggi og turna fram
undan, og sagði með skyndi-
legri alvöru:
„Mesta borg heims, göfugi
menntamaður, sem þarna ligg-
ur, friðsamleg og ánægð og full
118