Póllinn - mai 2023, Síða 9

Póllinn - mai 2023, Síða 9
Flest þekkja mál George Floyd, þar sem hann var kæfður af hvíta lögreglumanninum Derek Chauvin. Chauvin lagði hné sitt á háls Floyd sem hrópaði „I can’t breathe“. Í stað þess að hlusta hélt Chauvin áfram þangað til að Floyd hreyfði sig ekki lengur. Þá sendi Chauvin samstarfsmann sinn til að gá hvort hann fyndi púls sem hann gerði ekki. Þetta mál hafði miklar afleiðingar meðal annars gaf það Black Lives Matter byltingunni byr undir báða vængi. Verknaðurinn var allur tekinn upp. Myndböndin fóru eins og eldur í sinu í gegnum netið og leiddi það til mikillar umræðu. Sumir reyndu að réttlæta morðið þar sem Floyd væri „glæpamaður“. Hann hafði verið stöðvaður við það að nota falsaðan 20 dollara seðil til þess að kaupa sér pakka af sígarettum. Það má deila endalaust um það hvort að hvítur einstaklingur hefði fengið sömu meðferð en svarið er einfaldlega, nei. Við vitum það flest þó að okkur finnist það kannski erfitt að kyngja því að við fáum ekki öll sömu meðferð. Málið endaði að lokum með því að Chauvin fékk 22 ár í fangelsi, sem er ekki mikið en þetta var stórt skref þar sem haldið var að hann kæmist upp með þetta eins og margir forverar hans. Annað mál sem mig langar að minnast á er Atlantic Spa Shooting. Árið 2021 fór maður að nafni Robert Aaron Long á þrjár nuddstofur í eigu asískra einstaklinga og skaut 8 manns til bana, þar með talið 6 asískar konur. Það tók lögregluna um 5 klukkustundir að ná honum en hann hafði þá ferðast rúma 288 km. Eitt vitni af verknaðnum sagðist hafa heyrt Long segja “I’m gonna kill, all Asians” en málið í heild sinni leiddi til umræðu um hvort þetta hefði verið hatursglæpur. Aðstoðarlögreglustjórinn Jay Barker þvertók fyrir það og sagði að Long hafi nú bara átt slæman dag. Fólk komst fljótt að því að Barker deildi mikið af and-asískum færslum á persónulegum samfélagsmiðlunum sínum, honum var að vísu vikið frá málinu enn ekki án þess að samstarfsmenn hans hefðu varið hann. „Þetta er jú, erfitt mál“, „Hann tengist persónulega asíska samfélaginu“. Long sagði sjálfur að hann hafi framið verknaðinn vegna kynlífsröskunnar sem færi gegn trú hans og að þetta hafi verið hans leið til þess að losa sig við freistinguna. Að lokum var Long dæmdur fyrir morðin átta. Þó að manni finnist kannski þessir tveir glæpir bera óumdeilanlegan vott af hatri og rasisma þá er lagaramminn þegar kemur að því að sanna að þetta hafi verið hatursglæpur mjög erfiður. Það þarf að sanna að það liggi enginn vafi um það að gerandinn hafi ráðist á fórnarlambið vegna kynþáttar, kynhneigð, kyns, trú, fötlunar eða annarra þátta. Kannski finnst sumum skrýtið að fara í gegnum allt þetta erfiði við að reyna að sanna að þetta sé hatursglæpur þegar gerandinn fær dóm. En jú, það að skilgreina glæpinn sem hatursglæp er ákveðinn sigur fyrir marga minnihlutahópa. Þetta er viðurkenning á því að það séu til fordómar og að þeir eigi ekki að fá að viðgangast ásamt því að vera staðfesting á því að einhver sé að hlusta. Í rauninni er það eins og að fá alvöru afsökunarbeiðni frá barninu á leikskólanum sem ýtti þér. Margrét B W Waage Reynisdóttir 7

x

Póllinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.