Póllinn

Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Póllinn - maj 2023, Qupperneq 29

Póllinn - maj 2023, Qupperneq 29
Skiptinemi Hvað er helsta menningarsjokkið? Ég veit ekki hvort ég fékk mikið menningarsjokk þegar ég kom fyrst til Amsterdam. Helstu „sjokkin“ fyrir mig voru bara nokrrir litlir hlutir. Það fyrsta sem ég tók eftir var hversu ódýrt áfengið var, og að það sé hægt að kaupa áfengi í matvörubúðum. Jú, arkítektúrinn og samgöngukerfið hér er mun betra en á Íslandi, en ég vissi það fyrirfram. Hvað ertu að læra og hvernig er námið? Er skólastofnunin og kennararnir öðruvísi? Ég er að læra stjórnmálafræði í Vrije Universiteit Amsterdam. Að mínu mati er námið töluvert erfiðara en heima, skólinn er með meira magn af lesefni en HÍ ef hægt er að trúa því. Það sem gerir námið kröfuharðast fyrir mig þó er í raun hvernig áfangarnir og skólakerfið er uppsett. Hver önn er skipt í þrjár „lotur“. Fyrstu loturnar taka um það bil sex vikur, sú þriðja tekur um það bil þrjár vikur. Mælt er með að vera í tveim áföngum í fyrstu tveim en aðeins einum áfanga í þriðju. Þetta kerfi hefur sína kosti og galla, en persónulega finnst mér mjög erfitt að læra fyrir krefjandi áfanga á aðeins sex vikum. Helsti kosturinn þó er að prófatíðin er mun styttri í hvert sinn, sem er mjög gott fyrir andlega heilsu. Kennararnir eru að mestu leyti mjög skemmtilegir og flestir virðast hafa gaman af starfi sínu. Hvernig er fólkið og menningin? Því miður get ég sagt afskaplega lítið um hollenska menningu, þar sem nær allir sem ég þekki eru einnig alþjóðlegir nemendur og eru frá allstaðar í heiminum. En fólkið hér er lang besti parturinn. Ég hef kynnst sumum af mínum allra bestu vinum hér sem ég mun vera í samskiptum við í langan tíma. Ég er með góða herbergisfélaga og var í stórum og frábærum vinahóp með fólki allstaðar frá. Flest af þessu fólki bjó í sömu byggingu og ég sem var geðveik upplifun. En helsti gallin við þetta er að nær allir sem ég þekkti voru í skiptinámi í einungis sex mánuði. Þar sem ég verð hér í rúmt ár varð nokkuð erfitt að aðlagast sama umhverfinu með allt öðru fólki. En nú ég er að ná að kynnast nýja fólkinu nokkuð vel. Hvers saknar þú mest? Akkúrat núna sakna ég mest fólksins sem ég kynntist á fyrstu önninni hér. En það sem ég sakna mest frá Íslandi er að þurfa ekki að kaupa inn mat og elda sjálfur. En auðvitað sakna líka ég vina minna, fjölskyldunni og fólkinu í stjórnmálafræði í hí! Finnst þér þú sjá Ísland í öðru ljósi? Já, ég held það. Helst bara hversu skrítin við raunverulega erum. Ég get nú borið saman allskonar menningarlega og stjórnarfarslega hluti í öðrum löndum. Það er erfitt að segja hvort ég sjái Ísland í betra eða verra ljósi heldur áður að ég kom. En ég myndi segja að ég sé betur styrkleika og veikleika Íslands samanborið við önnur lönd. Að vera íslenskur er mjög auðveld leið til að brjóta ísinn í samskiptum, þar sem það eru góðar líkur að ég er fyrsti Íslendingurinn sem fólk hittir. Samúel Ingi Daníelsson Íslendingur í Hollandi 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Póllinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.