Póllinn - maj 2023, Side 33
Ritskoðun sögunnar
Fá virðast vita af þessari nasískri sögu Útlendingastofnunar og er það engin furða þar sem markvisst hafa
greinar sem gagnrýna stofnunina og sögu hennar horfið úr birtingu. Það er ástæða þess að höfundur kýs að
birta greinina nafnlaust.
Útlendingastofnun var gagnrýnd fyrir harkalega stefnu í útlendingamálum í grein Jóns Bjarka Magnússonar
„Stefnan að halda landinu lokuðu“ í DV árið 2014. Árið 2023 virðist lítið hafa breyst. Í þessari grein Jóns
Bjarka eru umsagnir eða tilvitnanir í aðra sérfræðinga. Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir lýsir stefnu íslenskra
yfirvalda á eftirfarandi hátt. „Það ber að vísa öllum úr landi sem er mögulega hægt að senda burt á grundvelli
Dyflinnarreglugerðarinnar. Þó að það sé ekkert sem segi okkur beri að gera svo veljum við að gera það.“ Búið
er að fjarlægja þessar greinar af síðum DV en hægt er að finna þær á tímarit.is.
Árið 2009 birtist grein í DV eftir Hauk Má Helgason þar sem skerpt var á nasískum rótum
Útlendingastofnunar. Í greininni velti hann því fyrir sér hvort uppruni Útlendingastofnunar gæti að
einhverju leyti skýrt þá hörku sem stofnunin hefur sýnt útlendingum enn í dag. Hefur stofnunin gert upp við
sína fortíð eða er hún enn að leitast við að halda fátæku, lituðu aðkomufólki frá Íslandi? Vísað var í þessa grein
Hauk Más í umfjöllun Wikipedia um Útlendingastofnunina. Sú vísun hefur verið fjarlægð síðan þá. Á
núverandi Wikipediusíðu er er fyrirvari um að efni síðunnar sé umdeilt vegna athugasemdum um hlutleysi.
Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, neitaði því að nasísk eða fasísk vinnubrögð væru
viðhöfð hjá stofnunni. Einnig viðurkenndi hún í viðtali sem hún veitti Pressunni að Agnar hefði fengið
þjálfun hjá SS-sveitum nasista en tók fram að henni væri ekki kunnugt um hvað hann hefði viðhafst þar. Þá
sagði hún að tilraunir hefðu verið gerðar til þess að „laga umfjöllunina“ en án árangurs.
Viðhorf Útlendingastofnunnar
Kristín Völundardóttir hefur verið forstjóri Útlendingastofnunar síðan 2010. Í útvarpsviðtali við RÚV sagði
hún að vegna of langra málsmeðferða væri of aðlaðandi fyrir fólk að koma til Íslands og fá frítt fæði og
húsnæði ef það þykist vera hælisleitendur. Forveri hennar, Haukur Guðmundsson, hafði svipað viðhorf og lét
hann ummælin að hælisleitendur „gætu bara farið á hótel“ árið 2008 og varði umdeilda fjöldahandtöku á
gistiheimili sama ár þar sem hælisleitendur höfðu verið með fölsuð skilríki. Árið 2013 varði Davíð Oddsson,
sem þá var orðinn ritstjóri Morgunblaðsins, leka á persónuupplýsingum hælisleitenda til fjölmiðla.
Innanríkisráðuneyti Hönnu Birnu Kristjánsdóttir var seinna rannsakað fyrir þetta mál, sem hlaut nafnið
Lekamálið. Hann varaði einnig við því að útlendingar sæktu í of auknum mælum í velferðarkerfi Íslendinga.
Kærunefnd útlendingamála
Árið 2021 skipaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, Þorstein Gunnarsson í
embætti formanns kærunefndar útlendingamála. Hann var áður staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar og
hafði lengi starfað hjá stofnunni.
Kærunefnd útlendingamála á að vera sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem hefur það hlutverk að rannsaka og
úrskurða í kærumálum sem falla undir útlendingalög, einkum hvað varðar dvöl og búsetu innflytjenda hér á
landi og rétt til alþjóðlegrar verndar. Vegna fyrri tengsla Þorsteins við stofnunina hefur hlutleysi hans legið
undir ámæli. Framkvæmd úrskurðanna er þó í höndum Útlendingastofnunar og Ríkislögreglustjóra. Það
þykir umdeilt og ekki standast stefnu nefndarinnar um hlutleysi. Gefin var út yfirlýsing með áhyggjum yfir
þessari ráðningu. Meðal þeirra sem skrifuðu undir yfirlýsinguna eru Félag hernaðarandstæðinga, Félagið
Ísland-Palestína, No Borders Iceland, Röskva – samtök félagshyggjufólks við HÍ, Vaka - hagsmunafélag
stúdenta, Samtökin '78, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Hallgrímur Helgason rithöfundur. Í
henni kom meðal annars fram að „með þessu [sé] grafið undan grunnstoðum lýðræðislegs réttarríkis og
réttarvitund þegna þess.“
Skipan Þorsteins yfir áfrýjunarnefnd sem tekur til úrskurðar mál frá stofnuninni sem hann stýrði áður hefur
því vakið gagnrýni. Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris, hjálparsamtaka hælisleitenda á Íslandi, sagði skipun
Þorsteins koma á óvart í ljósi þess að hann hefði verið í forsvari fyrir „mjög harkalega og fólksfjandsamlega
stefnu“ Útlendingastofnunar.
Hinn raunverulegi flóttamannavandi er Útlendingastofnun. Fólk sem vill njóta öryggis er það ekki. Þetta er
stofnunarvandi, þetta er samfélagsvandi, þetta er viðhorfsvandi og þetta er orðræðuvandi. Að lokum legg ég
til að Útlendingastofnun verði lögð niður.
31