Póllinn - maj 2023, Qupperneq 34
Brasilía
Brasilía er stærsta og öflugasta ríkið í Suður-Ameríku en stjórnmál þar hafa einkennst af
spillingu og óstöðugleika. Síðan að Brasilía hlaut sjálfstæði frá nýlenduveldunum (Spáni og
Portúgal) hefur Brasilía verið keisaradæmi, undir fasískri einræðisstjórn, popúlísk stjórn,
undir herforingjastjórn og er núna lýðræðisríki. Ýmis vandamál hafa fylgt komu lýðræðis til
Brasilíu en ríkið hefur þurft að kljást við mikla fátækt, háa glæpatíðni, mikla spillingu og
nýjasta vandamálið, pólitískan óstöðugleika.
Stjórn Bolsonaro gerði lítið til þess að bæta ástandið í landinu, og í sumum tilfellum gerði illt
verra, þ.á.m. í Covid-19 faraldrinum, eyðing Amazon regnskógarins og aukin átök við
frumbyggja. Útlit var fyrir að mistök fortíðarinnar yrðu ekki endurtekin eftir ósigur
Bolsonaro. Þrátt fyrir gríðarleg mótmæli frá stuðningsmönnum fráfarandi forseta þá myndi
fólk virða lýðræði og ekki endurtaka innrásina á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021, en
svo var ekki.
Þann 8. janúar 2023 réðust stuðningsmenn Bolsonaro á þinghús Brasilíu, hæstarétt og
forsetasetrið. Árásirnar voru skuggalega svipaðar þar sem sumir löggæslumenn innan
þinghúsins gengu til liðs við óeirðarseggina. Aðilarnir sem tóku þátt í innrásinni hafa verið
ákærðir fyrir mismunandi hluti, frá skemmd á ríkiseignum til tilraunar til valdaráns.
Bolsonaro á yfir höfði sér dóma sem myndu hindra hann frá því að gegna opinberu embætti
til 2030 og háar sektir. Hins vegar, ef hann verður sakfelldur gæti það leitt til þess að hann
verði ákærður fyrir að ógna almannaöryggi og að grafa undan lýðræði, sem hafa þyngri
fangelsisdóma. Bolsonaro hefur upp á síðkastið dvalið í Flórídafylki í Bandaríkjunum og
umræður hafa verið um hvort hann muni snúa aftur til Brasilíu þar sem hann á í hættu á að
vera handtekinn við heimkomu.
Nýi forseti Brasilíu er hinn 77 ára fyrrverandi forseti Luiz Inácio Lula da Silva, sem er
nýbúinn að stíga af sér fangelsun vegna ákæru um peningaþvætti. Stjórnartíð hans
einkenndist af aukinni velmegun í Brasilíu og umbóta á ýmsum félagssviðum eins og
lesskilningi, baráttu hans gegn barnaþrælkun og fátækt o.s.frv. Peningaþvættis kærurnar sem
Lula sat inni fyrir eru verulega umdeildar, sumir telja kærurnar hafa verið lagðar fram af
pólitískum hvata, en á sama tíma hefur stjórnartíð Lula verið mikið tengd við spillingu.
Helstu kosningaloforð Lula hafa verið að berjast í auknum mæli gegn fátækt, sporna
viðskógarhöggi í Amazon frumskóginum og leggja vernd fyrir frumbyggja landsins. Af
þessum málefnum þá er eflaust erfiðasta málefnið verndun Amazonfrumskógsins. Talsverðir
viðskiptahagsmunir eru háðir skóginum og margir aðilar innan þingsins eru hlynntir
Bolsonaro, og þar með skógareyðingu Amazon frumskógsins.
Hins vegar er hægt að vera bjartsýnn á framtíðina. Embætti forseta Brasilíu er verulega
valdamikið, sem gefur Lula þau áhrif sem hann þarf til þess að ná fram markmiðum sínum í
umhverfismálum. Það eru vissulega ýmis vandamál sem Lula þarf að taka á eins og há
glæpatíðni, spilling, fátækt og lögregluofbeldi Áhugavert verður að fylgjast með hvort að Lula
takist að breyta þessu. Einnig með misheppnaðri árás stuðningsmanna Bolsonaro á
þinghúsið, hefur Bolsonaro misst töluverð áhrif og ef að hann endar á að vera sakfelldur þá
gæti það leitt til endaloka Bolsonarisma í landinu.
Auðólfur Már Gunnarsson
Nýtt upphaf
32