Póllinn - May 2023, Page 39

Póllinn - May 2023, Page 39
Franskar - Viðreisn Franskar eru góðar, við getum flest sammælst um það en þær eru einnig lítið annað en meðlæti, líkt og Viðreisn hefur verið seinustu árin, kostur fyrir stóru flokkanna til að taka með sér í stjórn til að ná meirihluta. IKEA matur Pylsur - Sósíalistaflokkurinn Matur alþýðunnar. Þær eru þarna þegar þú hefur klárað matinn þinn eða gengið í gegnum Ikea, þú kemst kannski að því að þú sért alveg saddur/södd/satt og kýst því að skila inn auðu frekar en að gefa sósíalistum atkvæðið þitt eða hefur nú þegar gefið atkvæðið þitt annað. Grænmetisbuff - Samfylkingin Líkt og grænmetisbuffið þá er Samfylkingin flokkur sem getur hentað mörgum hópum samfélagsins en þrátt fyrir það þá eru ekki öll til í það. Aðdáendur beggja eru samt sem áður oft á tíðum mjög dyggir. Réttur mánaðarins - Flokkur Fólksins Hvaða stefnumál er vinsælt á döfinni? Það er góð spurning en það eru líkur á því að Flokkur fólksins tileinki sér það. Líkt og réttur mánaðarins þá eru mál flokksins breytileg eftir tímabilum. 37

x

Póllinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.