Póllinn - May 2023, Page 45

Póllinn - May 2023, Page 45
Skál í botn kannski finn ég mig í botninum á glasinu eins og við fundum aldurinn okkar á botninum á plastglösunum í mötuneytinu ég var alltaf yngri en ég hélt fannst ég stærri en talan sem ég sá á botninum í glasinu stundum var engin tala og það var lang best kannski finn ég mig á botninum á þessu glasi áratugi eftir mötuneytið og ef ekki þessu þá bara næsta eða næsta á eftir því þar til ég hef hvolft úr höfðinu og það verður að tómu glasi - Birta B. Kjerúlf Fellur ryk á gamla skugga Fellur ryk á gamla skugga? Ef þeir eru ekki hreyfðir. Eins og myndin af afa á arninum. Sem er þrifin af mömmu á jólunum. Dáldið litaður upp útaf sólinni og Ajax og það sést ekki neitt inní augunum lengur. „Þú líkist honum stundum, drengur, báðir tveir svo askoti heiðnir.“ Sérhvert ár þessi setning, svo kallaður drengur, Ég er ekki 10 ára lengur. En ég hlusta svo hún geti dustað af afa Og ryk falli ekki á hans skugga. Ég veit hins vegar ekkert um ömmu. Nema að við þykjum lík kringum augun. Sem að glittir í þrátt fyrir rykið. Kjartan - 43

x

Póllinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.