Póllinn

Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Póllinn - maj 2023, Qupperneq 48

Póllinn - maj 2023, Qupperneq 48
BANDA MEÐ Förum í smá ímyndunarleik, þú ert klætt í stuttermablómaskyrtu, í khaki stuttbuxum, vopnað myndavél og bumbuveski. Þú ert í rauninni hinn þekkti ferðapabbi. Þú gengur út úr leigubílnum og við þér tekur NEEEEW YOOOORK, CONCRETE JUNGLE WHERE DREAMS ARE MADE OF. Þú lítur upp og þú ert ekki frá því að það glitti í regnboga, því, jú, þú ert komið í paradís, útópíu. Ilmurinn í loftinu fangar þig og ljósaskiltin lýsa upp þennan grámyglulega veruleika sem þú hefur lifað við hingað til. Meira að segja fólkið er ánægt…eða allavega flestir…það geta víst ekki allir verið ánægðir. Þú gengur um strætin og sérð allt það sem þig dreymdi um, gulu leigubílana, Empire State, Central Park og Metropolitan safnið, heimili listarinnar, verk eftir snillinga líkt og Van Gogh, Monet og fleiri, eru þeir bandarískir…nei, en það er allt í lagi. Þú gengur inn um dyr og við þér blasir brosandi stúlka við afgreiðsluborð sem spyr þig: “what can I get you?”. Þú horfir upp á matseðillinn, “One cheeseburger please”, segirðu á brotnu enskunni þinni. Þú ert komið inn á McDonalds. Þú færð loks borgarann í hendur, tek fram að það tók aðeins nokkrar mínútur þar sem þetta er skyndibitastaður. Þú tekur fyrsta bitann og vá, hann er ómótstæðilegur. Við höfum flest heyrt setninguna „ignorance is bliss“ eða „fáfræði er sæla“. Ef við hugsum út í það þá eru Bandaríkin að mörgu leyti holdgervingur þessarar setningar. Hvernig þá? Spyrjið þið, jú til að rökstyðja mál mitt vil ég að við höldum áfram að ímynda okkur en í þetta skiptið skyggnumst við aðeins í lífið hjá Randy, hann er Repúblikani sem elskar byssur og garðinn sinn, hann gengur alltaf um með kúrekahatt og strá í munni. Hann trúir ekki á hlýnun jarðar, bólusetningu eða neitt þannig rugl, hans helsta vandamál er óþolandi nágranninn hans hún Doris. Doris gerir ekkert annað í lífinu en að kvarta. Randy veit að hann getur auðveldlega losað sig við vandamálið, eitt skot og Doris er farin. Easy peasy. Hann er nú með stjórnarskrárbundin réttindi að verja sig og hún Doris er alltaf að laumast í garðinn hans. Randy lifir að miklu leyti í sinni eigin búbblu frá umheiminum en þannig er hann margfalt ánægðari en hinn meðal Jón. Snúum okkur að aðeins áþreifanlegri ástæðum fyrir því að Bandaríkin séu best eða fín, þar sem man þarf ekki alltaf að vera best, stundum er nóg að vera fínt, smá útúrsnúningur, höldum áfram. Þó að listmálarar á borð við Van Gogh og Monet séu ekki frá Bandaríkjunum þá eiga þau marga fræga listmálara, Edward Hopper, John Singer og Grant Wood, frægustu málverk þeirra lifa enn þann dag í dag í hjörtum margra listunnenda. Við getum þó ekki gleymt okkur í málaralistinni þar sem Bandaríkin eru ekki einungis frábær í henni heldur einnig tónlist. Bandaríkin eru til dæmis upprunaland poppsins og jassins. Tvær tónlistarstefnur sem margir njóta. List er ekki eina einkenni Bandaríkjanna en flestir vita að Bandaríkin eru að miklu leyti byggð upp af innflytjendum. Þetta er landið þar sem margir menningarheimar koma saman til að búa til eitthvað nýtt. Auðvitað eru ágreiningar eins og eru alls staðar en það að þú getur farið í mismunandi hverfi og þannig fengið nasasjón af allt öðrum heimi er stórkostlegt. Ef að Bandaríkin væru ekki að gera eitthvað rétt, af hverju myndu allir bera sig saman við þau? Ok, kannski því þau eru að skíta upp á bak og allt það sem þið hafið lesið hérna hingað til er algjört rugl…en hey! Þó Bandaríkin séu kannski ekki best í öllu og eru kannski frekar ömurleg þá eru þau allavega góð í því að vera leið fyrir Evrópu og aðra til þess að líða betur um sjálf sig og einhver þarf að uppfylla það hlutverk. 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Póllinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.