Póllinn - maj 2023, Side 50

Póllinn - maj 2023, Side 50
Á síðustu árum hefur Kína aukið umsvif sín alþjóðlega og vakið mikla tortryggni, og undrun meðal Vesturlandabúa. Kína hefur á þrjátíu árum tekist að lyfta yfir 700 milljónir borgara sinna úr fátækt og búið til eitt öflugasta efnahagskerfi í heiminum og er farið að nálgast Bandaríkin í framleiðslu. Þrátt fyrir mikinn árangur þá eru ýmis vandamál í Kína. Eitt stórt málefni hefur verið verulega umdeilt í Kína og það er búsetu kerfið þeirra Hukou. En hvað er Hukou? Þrátt fyrir það að Kína sé fjölmennasta land í heimi þá frétta Vesturlandabúar lítið af innanríkis pólitík Kína, þ.e.a.s. ef það snýst ekki um flokksdeilur eða hernaðarbrölt landsins. Í stuttu máli snýst Hukou um það að þú sem þegn landsins ert með skrásettan búseturétt í ákveðnu fylki eða héraði. Þar hefur þú aðgang að þeim réttindum sem fylgir því að vera borgari í landinu, eins og rétt til skólagöngu eða heilbrigðistryggingum. Óánægjan á kerfinu felst í því að það er sérlega erfitt að flytja búseturétt sinn þar sem þarf sérstaka ástæðu fyrir að flytja, t.d. ef að aðili giftist öðrum aðila frá því fylki sem þú ert að flytja til þá mátt þú flytja ríkisfangið þitt þangað. Hins vegar mátt þú ekki flytja ef að ástæðan þín fyrir flutningunum sé leit að betri atvinnutækifærum. Hukou á uppruna sinn að rekja til forn Kína en á þeim tíma kallaðist kerfið Huji og var leið fyrir keisarann að skrásetja borgara sína, og vita hvar þeir byggju. Í kjölfar sigurs kommúnistanna á þjóðernissinnum í borgarastyrjöldinni árið 1949 var mikil áhersla lögð á að iðnvæða landið, en meirihluti Kína bjó í sveitum og störfuðu við landbúnað. Vissulega vantaði mannafla til þess að iðnvæða landið en að sama skapi þá var ekki boðlegt að sveitirnar tæmdust. Hukou var þar með leið til þess að stjórna flæði fólks innanlands og koma í veg fyrir að allir flyttu sig til borganna. Frá ákveðnu sjónarhorni þá virkaði Hukou. Þrátt fyrir það að meirihluti kínversku þjóðarinnar búi í austurhluta landsins, nálægt eða við sjóinn þá búa enn þá níutíu milljón manns í vesturhluta landsins. Kerfið kom í veg fyrir það að landbúnaður í Kína yrði lagður niður að miklu leyti og gerði það að verkum að ríkisstjórnin gat betur skipulagt efnahagsþróun landsins. Einnig hefur kerfið þann kost að ef þú t.a.m flytur út í sveit þá er ríkisstjórnin skuldbundin því að útvega þér landareign ókeypis þar sem að allar landareignir voru gerðar upptækar í kjölfar byltingarinnar og deilt meðal fólksins. Þar með getur aðili fengið landareign til þess að rækta á miklu auðveldari máta heldur en hér á Vesturlöndum. Hukou Deyjandi kerfi 48

x

Póllinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.