Póllinn - mai 2023, Síða 55
Samræmi
Þetta frumvarp á sér ekki fyrirmynd í stefnum annarra ríkja sama hvað sumir stjórnmálamenn halda fram. Jafnvel
nágrannar okkar í Danmörku sem eru með ströngustu útlendingastefnu Evrópu ganga ekki jafn langt. Þar er
lágmarksþjónusta aldrei felld niður. Raunverulegt markmið breytingarinnar á 6.gr. er að þvinga fólk til að fara
„sjálfviljugt“ úr landi þegar stjórnvöld geta ekki flutt það nauðugt. Meginmarkmið 1.gr um heimild til flýtimeðferðar,
sem býr til skilgreininguna á endurtekinni umsókn, virðist eingöngu hafa verið gerð sem afsökun til að hafna
beiðnum. Að útrýma beiðnum um endurupptöku mála er ekki í samræmi við ákvæði Evróputilskipunarinnar sem
vísað er til. Það að afnema rétt til endurupptöku máls meinar fólki um rétt sinn að sækja aftur um vegna nýrra gagna
eða upplýsinga. Ætli það sé einhver tenging á milli þessarar tillögu og þeirrar staðreyndar að oft vinnist mál í
endurupptöku eftir neikvæðan lokaúrskurð?
Áhyggjur Íslendinga
En auðvitað er skiljanlegt að þetta litla eyríki hafi einhverjar áhyggjur. Heyrst hefur að það sé alltof mikil vinna að
breyta kerfinu. Hins vegar hefur móttaka flóttafólks frá Úkraínu sýnt að ekki þurfi að gera neinar lagabreytingar til
þess að auka skilvirkni kerfisins til muna. Og sumir spyrja sig ef til vill, en hvað með kostnaðinn sem fylgir hælisleitendum
sem íslenskir borgarar munu þurfa að greiða með sköttunum sínum? Þá er staðreyndin sú að breytingarnar sem þetta
frumvarp reynir að innleiða munu verða til þess að einstaklingum sem eru hér árum saman án þess að fá niðurstöðu
í máli sínu mun fjölga. Frumvarpið eyðileggur ákvæði sem sett voru sérstaklega til að leysa það vandamál. Kostnaður
við uppihald og þjónustu eykst fyrir vikið. Það er peningur sem hefði getað verið nýttur til að bæta samfélagið og
styrkja innviði landsins. Eða bara einfaldlega brenna þá, hefði nánast verið betri nýting. En peningar eru ekki allt.
Þetta er fólk.
Allt fólk er jafnt, en sumt fólk er jafnara en annað
Við sem Ísland elskum að státa okkur af því að vera jafnréttindaparadís en síðan eru stjórnvöldin okkar að koma í
gegn frumvörpum eins og þessu? Ekki er tekið tillit til sérstöðu fatlaðra, hinsegin og trans einstaklinga. Það er
sorgleg staðreynd að þetta frumvarp mun ekki hafa áhrif á öll á sama hátt og því getum við ekki boxað alla sem
„útlendinga“, meta þarf hverja umsókn á sínum eigin forsendum. 8. grein frumvarpsins gerir Útlendingastofnun
heimilt að senda fólk hvert sem þeim sýnist eftir synjun umsóknar. Löndin myndu ekki þurfa að vera skilgreind
sem örugg ríki og ekki einu sinni vera með aðild að Flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna. Þrátt fyrir að
Útlendingastofnun telji eitt ríki öruggt þýðir það ekki að það ríki sé öruggt fyrir alla einstaklinga. Einkunn Íslands hjá
Rainbow Europe telur stöðu hinsegin flóttafólks vera frekar góða. Samt sendum við fólk til landa eins og
Ungverjalands þar sem nánast enga lagalega vernd fyrir hinsegið fólk er að finna því það er talið „öruggt“ af
Útlendingastofnun. Frumvarpið mun gera þeim mun auðveldara að vísa fólki til landa sem munu brjóta á réttindum
þeirra. Af hverju er íslenska ríkið að bregðast skyldu sinni með því að senda aftur einstaklinga í hættulegar og
ómannúðlegar aðstæður?
„Land tækifæranna“
Ættum við ekki frekar að fjárfesta í innviðum? Eða aðlögun fólks að samfélaginu? Af hverju erum við að eyða
tímanum okkar í að koma í gegn ómannúðlögum lögum frekar en eitthvað sem gagnast fólki í raun? Við héldum að
við værum land tækifæranna, en það á greinilega bara við fyrir suma.
Við skorum á stjórnvöld að stöðva þessa lögleiðingu mannréttindabrota undir eins.
Askur Hrafn Hannesson
Íris Björk Ágústsdóttir
(Höfundar eru meðlimir Fellum Frumvarpið)
Þann 15. mars var
Útlendingafrumvarpið samþykkt á
Alþingi með 38 atkvæðum gegn 15.
en ekki með ólögum eyða
en sumt fólk er jafnara en annað
53