Póllinn - maj 2023, Side 57

Póllinn - maj 2023, Side 57
„Að alast upp í fátækt er brot á réttindum barna og hefur afdrifaríkar afleiðingar á líf þeirra. Að uppræta barnafátækt er því mikilvægt og þurfa stjórnvöld að gera áætlanir þar að lútandi.“ - Barnaheill Núna þegar ég er í háskóla líður mér eins og öll séu í fjárhagslegum erfiðleikum en mörg hafa stuðningskerfi af einhverju tagi. Mörg geta fengið fjárhagslega hjálp, flutt aftur inn til foreldra sinna eða fengið hjálp með námið. Fátækir nemendur finna meiri ábyrgð að þurfa að vinna meira til að lifa af, ekki til að spara pening. Ofan á það koma sömu ráðleggingar frá kennurum að nemendur ættu að biðja um hjálp frá fjölskyldumeðlimum með námið. Ríkisstjórnin heldur áfram að skerða fjárframlög til menntunnar og menntastofnanir neyðast að taka peninga frá vösum nemenda. Þetta veldur því að fleiri nemendur neyðist til að hætta snemma og fá ekki menntun. Þetta hefur sérstaklega mikil áhrif á fátæka nemendur. En aftur eru stjórnvöld að sýna hversu lítið þau hugsa út í hvaða afleiðingar niðurskerðing á opinberri þjónustu mun hafa á almenning og sérstaklega minnihlutahópa. Hvenær ætla þau að ráðast á raunverulega rót vandans? Eða er planið að halda áfram að fylla hjörtu okkar með skammtíma loforðum um betri framtíð. Elísabet María Hákonardóttir 55

x

Póllinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.