Póllinn - May 2023, Page 58
Frá tímum Forn-Grikklands til Sovétríkjanna þá hefur Krímskaginn oft verið í
sjónmáli stórvelda og hafa umráð á svæðinu breyst oft. Krímskaginn var hluti af
Rússlandi þangað til árið 1997 þegar skaginn var gefinn til Úkraínu. Síðan þá hefur
skaginn verið mjög umdeildur þar sem Krímskaginn er mikilvægur fyrir Rússland
frá hernaðarlegu sjónarhorni. Rússland hefur eiginlega engar hafnir með hlýjum sjó
(e. warm-water port) og er staðsetning Krímskaganns í Svartahafinu mikilvæg fyrir
rússneska sjóherinn. Í kjölfar mótmæla í Úkraínu gegn Rússlandi tók Vladimir Pútín,
forseti Rússlands, þá ákvörðun að innlima Krímskagann með hervaldi. Hann
réttlætti árásina með þeim rökum að frá sögulegu sjónarhorni ætti Krímskaginn að
tilheyra Rússlandi en ekki Úkraínu. Rússneska hernum tókst auðveldlega að leggja
undir sig skagann, með litlum afleiðingum frá Vesturlöndum.
Með innrás Rússlands í Úkraínu seinasta vor hefur stríðið hins vegar hægt og rólega
snúist í hag Úkraínumanna. Stjórnvöld Úkraínu hafa gerst svo djörf að setja
endurheimtun Krímskaganns sem loka markmið sitt í stríðinu. Fyrir rússnesku
ríkisstjórnina væri glötun Krímskaganns versta útkoma stríðsins, þar sem þetta var
helsta afrek Rússlands síðustu ára.
Vissulega er enn þá svolítið í að Krímskaginn verði frelsaður þar sem enn þá á eftir
að berjast um Kherson og Melitopol, sem eru helstu stórborgirnar sem eru undir
stjórn Rússlands og eru í vegi fyrir Krímskaganum. Frá upphafi stríðsins hafa
Úkraínumenn hins vegar sýnt margoft að það séu mistök að vanmeta þá. Volodymyr
Zelensky virðist vera staðfastur í að frelsa Krímskagann.
Það væru einnig mikil mistök að vanmeta hversu miklu Vladimír Pútín er tilbúinn
að fórna fyrir sigur vegna ótta hans við tap. Ef Rússland glatar Krímskaganum þá
væri valdatíð Pútíns liðin undir lok þar sem þetta myndi vera ein mesta niðurlæging
Rússlands síðan fall Sóvétríkjanna. Vladimir Pútín hefur nú þegar sett á herskyldu
og spurning er hvort hann muni stigmagna stríðið enn frekar með beitingu
gereyðingarvopna (efnavopn eða kjarnorkuvopn) áður en hann viðurkennir ósigur
og glötun Krímskagans.
Það verður verulega erfitt fyrir Úkraínu að endurheimta Krímskagann. Skaginn er
hálfgerð eyja og því hernaðarlega erfitt að ráðast á. Rússar munu berjast með kjafti
og klóm þar sem að þetta mun vera með síðustu bækistöðvum þeirra í Úkraínu.
Því eitt er víst, glötun Krímskagans mun marka endalok stríðsins.
Auðólfur Már Gunnarsson
Krímskaginn, endalok stríðsins?
56
Stríðið í Úkraínu hófst með innrás Rússa á Krímskagann
og endalok þess munu ráðast á Krímskaganum.