Póllinn - mai 2023, Síða 60

Póllinn - mai 2023, Síða 60
Stjórnmál Egyptalands Egyptaland er ein elsta siðmenning heimsins, en saga landsins hefur einkennst af ofríki og undirokun. Eftir fall faróanna þá hefur Egyptaland verið innlimað af ýmsum heimsveldum, frá Forn-Grikkjum og Rómverjum til Breska heimsveldisins. Egyptar fengu aftur sjálfstæði sitt frá Bretunum árið 1953 og árið 1956 endurheimti Gamal Abdel Nasser Súezskurðinn frá Bretlandi, og með því lauk nýlendutímabili Egyptalands. Hins vegar batnaði ástandið í landinu lítið til hins betra. Þrátt fyrir það að Egyptaland var laust við Bretana þá var samfélagið plagað af fátækt og pólitískum óstöðugleika. Stuttu eftir að Nasser komst til valda þá bannaði hann alla aðra flokka og stjórnaði Egyptalandi þangað til að hann lést árið 1970. Einnig lét hann handtaka og í sumum tilfellum pynta meðlimi Múslímskra bræðralagsins, sem var einn af flokkunum sem hann bannaði. Fyrir mörgum þá var Nasser sameiningartákn fyrir Miðausturlönd og hugmyndafræði hans um Pan- Arabisma varð til þess að á árunum 1958-1961 stjórnaði Egyptaland Sýrlandi. Í kjölfar andláts Nassers var Egyptalandi stjórnað af mismunandi aðilum frá egypska hernum, sem breyttist ekki fyrr en að Arabíska vorið hófst. Arabíska vorið var tímabil þar sem að víðfeðm mótmæli fóru um öll Miðausturlönd, þar sem að margir Arabar mótmæltu ofríki, ofbeldi og ójafnréttindum í löndum sínum. Þessi mótmæli leiddu til borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi, borgarastyrjaldarinnar og dauða einræðisherrans Muammar Gaddafi í Líbýu, mótmæla í Túnis o.s.frv. Í Egyptalandi var verið að mótmæla lögrelguofbeldi, ójafnréttindum, auknum umsvifum hersins í pólitík og kröfum settum fram um aukið lýðræði. Þetta varð til þess að Hosni Mubarak forseti varð að segja af sér sem forseti og lýðræðislegar kosningar skipulagðar sem leiddi til tímabundinna endaloka herstjórnar í Egyptalandi. Ný ríkisstjórn var mynduð undir stjórn Mohammed Morsi og Bræðralag múslima. Hins vegar entist þessi stjórn ekki lengi þar sem að ríkisstjórninni var steypt af stóli af hernum og Fattah al Sisi komst til valda, sem hefur verið við völd síðan þá. Sisi lærði af forvera sínum og hefur verið töluvert harkalegri í að kljást við mótmælendur. Stjórnartíð hans hefur einkennst af auknu ofbeldi, auknum inngripa hersins í efnahagsmálum og auknu ójafnrétti. Meirihluti egypsku þjóðarinnar býr undir fátæktarmörkum, og fá margir niðurgreitt brauð frá ríkinu. Ein kenning hefur verið að Arabíska vorið byrjaði í Egyptalandi þegar að verðið á niðurgreidda brauðinu hækkaði sem varð til þess að margir áttu ekki efni á að brauðfæða sig. Vandamál sem ríkisstjórnin hefur miklar áhyggjur af í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu er hækkandi verði hveitis, sem Egyptar fá að miklu leyti frá Úkraínu. Fattah al Sisi getur núna samkvæmt nýlegra kosninga (sem einungis 40% þjóðarinnar tók þátt í), þá getur Sisi verið til valda til 2030 en hann hefði annars þurft að segja af sér árið 2022. Sisi hefur notað leyniþjónustu hersins til þess að fylgjast með þegnum sínum á netinu, þar sem að skipulagningar fyrir mótmæli í Arabíska vorsins fóru mest fram á netinu. Efnahagsstefna forsetans hefur verið að herinn á að vera hluti af öllum fjárfestingum og innviðauppbyggingu landsins sem hefur leitt til aukinnar spillingar og skort á erlendum fjárfestingum, þar sem flestir fjárfestar hafa engan áhuga á að fjármagn þeirra rati í hendur herforingja stjórnarinnar. Þetta hefur þar með orðið til þess að félagsleg og efnahagsleg eymdin hefur aukist. Stjórnmálaflokkar aðrir en herinn eru ekki lengur bannaðir, þ.e.a.s allir nema Múslimska bræðralagið, en þingið hefur takmörkuð völd miðað við forsetann og í tilfelli öldungadeildar egypska þingsins þá getur forsetinn valið hverjir sitja í 88 sætum þingsins (sem eru þriðjungur sætanna). Einnig er meirihluti þingsins skipaður af aðilum sem eru hliðhollir forsetanum og eini andstæðingur forsetans í kosningunum árið 2018 var mikill stuðningsmaður forsetans. Aðilar sem drógu sig úr framboðinu hafa sakað forsetann um að hafa ógnað kjósendum sínum og boðið þeim sem kusu sig ýmis fríðindi. Bræðralag múslima er enn þá bannaður og eiga margir meðlimir flokksins hættu á að vera fangelsaðir. Hnignun Nílar-dalsins 58

x

Póllinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.