Póllinn - maj 2023, Side 67

Póllinn - maj 2023, Side 67
Þrátt fyrir að fólkið í fangabúðunum hafi verið gert að „góðum og gildum“ þegnum ríkti enn andúð í garð þeirra. Því ákváðu stjórnvöld að hrinda af stað áróðursherferð og fór hún fram með auglýsingum og greinaskrifum. Í auglýsingunum og greinunum voru japanskar fjölskyldur sýndar þar sem þær voru orðnar „bandarískar“ og höfðu þar með náð sér eftir að hafa verið fangar í fangabúðunum. Fólkið var sýnt sem hlýðið, vinnusamt og undirgefið. Hugtakið fyrirmyndar minnihluti kom fyrst fyrir árið 1966 í grein félagsfræðingsins William Petersen í blaðinu New York Times Magazine en hét greinin „Success story: Japanese American Style“. Í greininni fjallaði Petersen um það hvernig dugnaður og fleira hefði gert japönsku fólki kleift á að berjast á móti þeirri ímynd sem ríkti um það. Þessi hugmynd um fyrirmyndar minnihlutahópinn tók að breiðast út um Bandaríkin og varð hún fljótt notuð til að lýsa fleiri asískum þjóðarbrotum og þá helst frá Austur-Asíu. Hugmyndin um fyrirmyndar minnihlutahópinn er enn til staðar í dag og hefur hún enn mikil áhrif á fólk út um allan heim. Hún hefur orðið til þess að togstreita hefur myndast milli hópa af mismunandi kynþáttum. Hún er notuð til þess að réttlæta kynþáttamisrétti að því leiti að hún gerir ráð fyrir því að það sé einhver minnihlutahópur sem er eftirsóknarverðari en annar, í þessu tilfelli urðu asískir-amerískir fyrir valinu og var bútur af þeirra menningarheimi tekinn til þess eins að verja rasisma gagnvart öðrum hópum. Þetta hefur leitt til þess að samstaða milli minnihlutahópa hefur minnkað og þeir settir upp á móti hvor öðrum. Í staðinn fyrir að berjast saman gegn kynþáttamisrétti hefur þetta leitt til baráttu innbyrðis. Fyrirmyndar minnihlutahóps hugmyndin á þátt í því að viðhalda þessu valdakerfi kynþátta þar sem hvítir tróna á toppinum. Hugmyndin hefur einnig leitt til þess að einstaklingar minnihlutahópa eru verðlaunaðir fyrir það að vera undirgefnir og lúta kerfinu en refsað fyrir það að vera uppreisnargjarnir og storka því. Hugmyndin hefur ekki einungis áhrif á samfélagið í heild sinni heldur einnig þá einstaklinga sem hún á við um. Hún hefur leitt til þess að asískir-amerískir einstaklingar finna fyrir mikilli ábyrgð á að standa sig í námi og störfum. Það verður til þessi þörf að standa sig til þess að sanna að þeir séu það sem allir búast við af þeim. Þessi endalausa þörf fyrir að sanna sig getur leitt til mikillar vanlíðan og er sjálfsvígstíðni asískra-amerískra einstaklinga fremur há. Staðalímyndir, sama hverjar þær eru, valda skaða. Þær smætta einstaklinga niður í eitt einkenni og gera þar með lítið úr þeim og þeirra persónu. Staðalímyndir gera ekki grein fyrir þeirri miklu mannflóru sem er til staðar heldur gera þær ráð fyrir einsleitni. Auðvitað er hægara sagt en gert að útrýma staðalímyndum og er það nánast ómögulegt þar sem við erum öll með ákveðnar hugmyndir um aðra en fyrsta skrefið er að líta inn á við og gera sér grein fyrir eigin fordómum og kynna sér málið. Kynna sér staðalímyndir, uppruna þeirra og áhrif. Það er fyrsta skrefið í að reyna að stuðla að opnara samfélagi þar sem fjölbreytileikanum er fagnað í stað þess að fólk óttist hann og reyni að setja hann í box eða útrýma honum. Margrét B W Waage Reynisdóttir 65

x

Póllinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.