Gátt - 2010, Blaðsíða 5
5
F A S T I R L I Ð I R
g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0
Rúmum tveimur árum eftir bankahrunið glímir íslenskt
samfélag við alvarlegar afleiðingar þeirrar djúpu efnahags-
kreppu sem fylgdi í kjölfarið. Heilu atvinnugreinarnar hafa
orðið fyrir miklum áföllum og flest svið íslensks samfélags
þurfa að takast á við umtalsverðan samdrátt. Atvinnuleysi
er mikið og þeim einstaklingum fjölgar stöðugt sem glíma
við langtímaatvinnuleysi. Afleiðing kreppunnar, hruns gjald-
miðilsins og minnkandi tekna vegna samdráttar í atvinnu-
lífinu er mikill skuldavandi fjölmargra heimila í landinu.
Við núverandi aðstæður verður að grípa til umfangsmikilla
aðgerða til að verja heimilin. Á sama tíma verður að leggja
allt kapp á að endurreisa íslenskt atvinnulíf og treysta stoðir
þess varanlega. Aðeins þannig getum við tryggt öllum góð
lífskjör til framtíðar.
Nú reynir sem aldrei fyrr á Fræðslumiðstöð atvinnulífs-
ins, samstarfsaðila og framhaldsfræðsluna í landinu. Fjöl-
breytt menntunarúrræði, sem ætlað er að styrkja stöðu ein-
staklinga á vinnumarkaði og styðja einstaklinga og fyrirtæki
við að takast á við breytingar í atvinnulífinu, hafa aldrei verið
mikilvægari. Vinna þarf markvisst að því að:
greina þarfir einstakra starfs- og atvinnugreina fyrir þekk-•
ingu og byggja upp og efla framboð í framhaldsfræðslu á
þeim grunni sem lagður hefur verið með starfi FA
aðstoða einstaklinga og fyrirtæki við að meta styrkleika •
þeirra út frá hæfni þeirra og færni til að takast á við
úrlausnarefnin og greina hvar þurfi að gera betur
veita einstaklingum og fyrirtækjum upplýsingar og ráðgjöf •
um þá kosti sem í boði eru og aðstoða við að nýta þá
þróa úrræði sem gera einstaklingum í þeim atvinnu-•
greinum sem orðið hafa fyrir mestu áföllunum kleift að
mennta sig til nýrra starfa
byggja brýr á milli formlega menntakerfisins og framhalds-•
fræðslunnar, þar sem menntun og færni verður viður-
kennd sem jafngild óháð því hvernig hennar er aflað.
Með lögum um framhaldsfræðslu sem samþykkt voru í vor og
tóku gildi 1. október síðastliðinn var settur rammi um frekari
þróun framhaldsfræðslunnar í landinu af hálfu stjórnvalda.
Helsti markhópurinn samkvæmt lögunum eru þeir sem
standa höllum fæti á vinnumarkaði og hafa minnsta formlega
menntun. Áhersla er lögð á að „gefa einstaklingum færi á að
efla starfshæfni sína og efla ábyrgð
þeirra í því tilliti“ um leið og skapað
er „svigrúm og úrræði til að mæta
þörfum atvinnulífsins fyrir aukna
þekkingu og hæfni starfsmanna“.
Markmiðið er einnig að „afla við-
urkenningar á gildi náms sem fellur
utan hins formlega framhaldsskóla-
og háskólakerfis“ og „að stuðla að
því að nám og reynsla sem aflað er
utan hins formlega skólakerfis verði
metin að verðleikum“ og „að efla
menntunarstig í landinu og íslenskt
menntakerfi“.
Með lögunum er Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ætlað
mikilvægt hlutverk varðandi framtíðarfyrirkomulag fullorðins-
fræðslu á vinnumarkaði, eins og fram kemur í greinargerð
með frumvarpinu. Þar er jafnframt áréttað að sú reynsla sem
fengist hefur með starfsemi Fræðslumiðstöðvarinnar og sam-
starfsaðila hennar liggi til grundvallar lögunum.
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins tekur þeirri ábyrgð og
þeim áskorunum sem hún stendur frammi fyrir af mikilli
alvöru. Starfið hvílir á sameiginlegri sýn, góðu samstarfi og
trausti í samskiptum þeirra aðila sem málið varðar mestu,
samtaka launafólks og atvinnurekenda. Með aðild BSRB,
fjármálaráðuneytisins og sveitarfélaganna að FA fyrr á þessu
ári hefur enn styrkari stoðum verið skotið undir starfsemina
og réttindi og möguleikar þeirra sem tilheyra markhópnum
hafa verið auknir.
Fyrir hönd stjórnar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins
vil ég nota tækifærið til að þakka starfsfólki FA, símennt-
unarmiðstöðvum og öðrum fræðsluaðilum, samtökum á
vinnumarkaði, mennta- og menningarmálaráðuneytinu og
opinberum aðilum, sem komið hafa að starfseminni, fyrir
samstarfið á árinu. Staðan nú felur í sér mikla áskorun sem
ég er sannfærður um að við munum standa undir á þeim
trausta grunni samstarfs og sameiginlegrar sýnar sem við
byggjum á. Um leið er mikilvægt að horfa fram á við. Stefnum
ótrauð að því markmiði að hlutfall fólks á vinnumarkaði án
viðurkenndrar starfs- eða framhaldsskólamenntunar verði
ekki hærra en 10% árið 2020.
á V A R p F o R M A N N S
Halldór Grönvold
HALLdóR gRÖNVoLd