Gátt - 2010, Side 11
11
Þ á T T T A K A Í F R Æ Ð S L U o g N á M I
g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0
síðustu 50–100 viðtöl,“ sagði starfsmaður símenntunarmið-
stöðvar. Því fer þó fjarri að öllum sem síður taka þátt í fræðslu
hafi liðið illa í grunnskóla. Í viðtölum okkar við fimm konur
sem aðeins höfðu lokið grunnskólanámi hafði ein þeirra átt
erfitt námslega og félagslega, hinar höfðu mun jákvæðari
upplifun af þessu skólastigi.
L á g T S j á L F S M A T / S j á L F S T R A U S T
Lágt sjálfsmat tengist gjarnan flokknum að ofan. Glettilega
stór hluti þeirra sem sneiða hjá fræðslu lætur í ljós litla trú á
eigin getu. Gögn Knuds Illeris (2006) benda jafnvel til þess
að þótt fólk viti af mögulegum ávinningi af fræðslu sæki
það ekki námskeið á fullorðinsárum vegna vantrúar á eigin
námshæfileikum. Fólk vantreystir sér stundum til að fara í
nám þegar langt er um liðið síðan það var í námi síðast og
efast jafnvel um að það eigi erindi í nám. Þannig lýsti 32 ára
þroskaþjálfi því hvernig hún lagði varla í það að sækja um
skólavist: „Hvað heldurðu að ég komist inn, ég hafði ekki
einu sinni trú á mér til þess að sækja um, ég var búin að
ákveða, að ég yrði nú ekki tekin inn.“ Starfsmaður símennt-
unarmiðstöðvar segir: „Ég held … að rauði þráðurinn í þessu
öllu sé sjálfstraustið“.
U p p L ý S I N g A S K o R T U R
Sumir vita ekki af námi eða námskeiðum sem gætu orðið
þeim að gagni eða til framdráttar. Fræðslustofnanir hafa
sínar leiðir til að koma upplýsingum á framfæri, það getur
stundum verið að stofnunin velji leiðir sem tiltekinn sam-
félagshópur missir af. Þá er og vitað að stór hluti fólks tekur
ekki eftir auglýsingum, námskrám og öðrum upplýsingum
um nám sem er í boði (Jón Torfi Jónasson og Jóhanna Rósa
Arnardóttir, 2001; Ostiguy o.fl., 1998). „Svo höfum við rekið
okkur á að á viku símenntunar, meðan hún var, að þá vorum
við kannski hálfum mánuði eftir að blaðið [námsvísir] var
gefið út á stöðunum að kynna með blaðið með okkur, fólk
hafði bara aldrei séð blaðið, samt var þetta borið inn á öll
heimili og öll fyrirtæki,“ sagði starfsmaður símenntunarmið-
stöðvar.