Gátt - 2010, Síða 16

Gátt - 2010, Síða 16
16 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0 eða „gleraugu“ við það verkefni að hjálpa enn fleira fólki til að auka þekkingu sína og færni. Tillaga okkar er að beita ólíkum kenningum og skýringum sem mismunandi sjónar- hornum eða gleraugum með það fyrir augum að greina nákvæmar og ná betur til markhópa tiltekinna fræðslutil- boða. Hér á eftir koma nokkur dæmi um það hvernig mætti beita slíkum gleraugum. M I N N K U M H I N d R A N I R N A R / L Æ K K U M Þ R Ö S K U L d A N A Sú kenning sem hlotið hefur hvað mestan hljómgrunn í umfjöllun um fjarveru fólks frá fræðslu má kalla „hindrana- kenninguna“. Samkvæmt henni er skýringanna að leita í því að eitthvað hindri fólk í því að taka þátt. Þar af leiðir að með því að ryðja hindrununum úr vegi megi gera fólki kleift að taka þátt. Forsenda þessarar hugmyndar er að allir vilji gjarnan læra nýja hluti og taka þátt í fræðslu en að einhverjar hindranir komi í veg fyrir það (Cross, 1981). Af þessu leiðir að þátttöku í fræðslu megi auka með því að skoða hvert námskeið og hvern markhóp til þess að koma auga á hindranir sem eru á valdi fræðslustofnunarinnar að draga úr. Gagnlegt gæti verið að skoða þætti sem snúa til dæmis að skipulagi, staðsetningu, kostnaði, tímasetningu, barnapössun og öðrum ytri þáttum námskeiðs með það fyrir augum að auðvelda markhópnum að taka þátt, eða gera námskeiðið áhugaverðara í þeirra augum. b j ó Ð U M ó L Í K N á M S F o R M Eins og áður hefur komið fram líta margir með stutta form- lega skólagöngu ekki á skóla og námskeið sem eitthvað fyrir sig, eða sem aðferð sem gagnist þeim til að ná mark- miðum sínum (sjá til dæmis Perez, 2009). Mörgum hentar ekki hefðbundið skólastarf og þar að auki hafa sumir slæma reynslu úr skólakerfinu og þetta litar viðhorf þeirra til fræðslu síðar á ævinni. Auðveldustu leiðirnar til að koma til móts við þennan hóp væru að skipuleggja fræðslu á öðrum stöðum en í skólum, nota húsgögn og fyrirkomulag sem minna ekki á skóla og beita kennsluaðferðum sem sniðnar eru að þörfum fullorðinna. Þá væri ekki úr vegi að hugsa út fyrir kassann og gera markvisst tilraunir með ný form fræðslu. Þannig mætti nefna styttri og lengri verkstæði, þar sem þátttakendur læra til dæmis bóklegt innihald í tengslum við það að skapa, fram- leiða eða gera við eitthvað. Í Ósló hafa til dæmis fræðslumið- stöðvar slegið tvær flugur í einu höggi og fellt norskukennslu fyrir innflytjendur inn í námskeið fyrir meirapróf, sjúkralið- anám og fleiri starfstengd námskeið (VOX, 2010). Í stað þess að námsmenn fari í kennslustofu til að læra getur kennari komið til námsmannanna og leiðbeint á þeim stað þar sem nýrrar færni eða þekkingar er þörf. V I N N U M M E Ð ( V Æ N T A N L E g U M ) Þ á T T T A K E N d U M Önnur gleraugu sem skipuleggjendur geta tekið upp er sjónarhorn þátttakenda. Í Þýskalandi hafa hugtökin „þátt- takendamiðun“ og „markhópamiðun“ lengi verið hluti af verkfærakassa kennara og skipuleggjenda fræðslu fyrir fullorðna (sjá t.d. Siebert, 2003). Þátttakendamiðun snýst um að í stað þess að námskeið sé skipulagt á grundvelli innihalds þess, sé það skipulagt með þarfir og sjónarhorn þátttakenda í huga. Á svipaðan hátt snýst markhópamiðun um að skipuleggja fræðslu fyrir afmarkaða skilgreinda mark- hópa og byggja fræðsluna á upplýsingum um þarfir þeirra. Ein leið til að fá upplýsingar um sjónarhorn þátttakenda er að virkja fulltrúa úr markhópnum sem meðlimi í hópi þeirra sem skipuleggja námskeið eða annars konar fræðslutilboð. Þegar markhópurinn er lítill er hægt að fá væntanlega þátt- takendur sjálfa til að eiga þátt í skipulagningunni. Sömuleiðis má taka fyrri þátttakendur fræðslutilboðs með sem ráðgjafa og jafnvel aðstoðarkennara. Þannig gæti svo kölluð jafn- ingjafræðsla verið gagnlegur hluti af fræðslutilboði. S T Y R K j U M Í M Y N d F U L L o R Ð I N S - F R Æ Ð S L U Ímynd fræðslustofnunar og staðarins þar sem fræðslan fer fram getur haft veruleg áhrif á þátttöku. Manninen (2004) bendir á að neikvæð ímynd fullorðinsfræðslu í hugum fólks með litla formlega menntun leiði til þess að það hvarfli jafn- vel ekki að því að sækja fræðslu. Þá hefur námskeið sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.