Gátt - 2010, Qupperneq 28
28
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0
til að fá hærri laun svo þær gætu séð einar fyrir fjölskyld-
unni ef þess þyrfti með. Þannig sagði einn viðmælandi minn
„… maður er alltaf, þú veist, alltaf með þessa samvisku, ég
verð að gera eitthvað til þess að geta framfleytt, skilurðu,
ef eitthvað kemur fyrir,“ og „… ef hann fellur frá þá get
ég ekkert rekið þetta heimili, skilurðu, eða þannig, það er
kannski aðallega það,“ sagði önnur kona. Einnig kom fram
í viðtölunum að konur teldu það áríðandi að vera börnunum
góð fyrirmynd á þessu sviði, „… að börnin manns sjái, þau
verða að hafa fyrirmyndir, og þau sjái líka að hérna, þetta er
ekkert, þetta er bara normið, fara bara í framhaldsskóla og
mennta sig vel.“ Þriggja barna móðir, sem var langt komin
með framhaldsnám, gekk svo langt að telja frekari barneignir
jafnvel forsendu fyrir áframhaldandi námi, „… [ég] ætti
kannski bara að halda áfram að eiga börn þá myndi ég klára
þetta.“ Í viðtölunum kom einnig fram að konur vildu verða
sér úti um menntun til þess að komast í fjölskylduvænni störf
að svo þær gætu betur sinnt börnum sínum. Kona, sem hafði
unnið vaktavinnu um árabil, sagði „þú veist aldrei hvort þú
ert að vinna á jólunum, páskunum … þetta er náttúrlega
ofboðslega leiðinlegt þegar þú ert komin með fjölskyldu og
börn.“ Fjölskylduskuldbindingar geta því hvoru tveggja verið
hindrun eða hvati til þátttöku í fræðslu eftir því hvaða ein-
staklingar eiga þar hlut að máli. Afstaða og viðhorf fólks til
aðstæðna sinna virðist þannig ráða mestu um það hvort þær
virka hvetjandi eða letjandi á námsþátttöku þess.
N I Ð U R L A g
Ekki skal dregið í efa að fjölskylduskuldbindingar geta reynst
mörgum konum fjötur um fót þegar kemur að námi og
jafnvel hindrað þær í að taka þátt í fræðslu. En niðurstöður
viðtalsrannsóknar minnar benda til þess að sú ábyrgð, sem
fylgir móðurhlutverkinu, geti einnig verið drifkraftur sem
hvetur konur til að verða sér úti um framhaldsmenntun.
Ólíkir einstaklingar upplifa sambærilegar aðstæður með
ólíkum hætti og virðist sem afstaða og viðhorf þeirra til fjöl-
skylduskuldbindinga ráði mestu um það hvort þær taka þátt
í fræðslu eða ekki. Það sem einn metur sem hindrun getur
reynst öðrum hvati.
H E I M I L d I R
Ahl, H. (2006). „Motivation in adult education: a problem solver or a eup-
hemism for direction and control?“ International Journal of Lifelong
Education, 25(4). Bls. 385–405.
Cross, K. P. (1981). Adults as learners. Jossey-Bass, San Francisco.
Crowther, J. (2000). „Participation in adult and community education: a disco-
urse of diminishing returns.“ International Journal of Lifelong Education,
19(6). Bls. 479–492.
Edwards, R. (1997). Changing Places? Flexibility, lifelong learning and a learn-
ing society. Routledge, London.
Forsætisráðuneytið (2008). Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar 17. febrúar 2008. Sótt
á netið 13.9.2010: http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/2866.
Friðrik Ásmundsson Brekkan (1934). Alþýðleg sjálfsfræðsla: fræðsluhringar.
I.O.G.T. Stórstúka Íslands, Reykjavík.
Guðfinna Harðardóttir (2008). ,,Menntunarstig og atvinnuþátttaka Íslendinga í
evrópsku samhengi. “ Gátt: ársrit um fullorðinsfræðslu og starfsmenntun.
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Reykjavík. Bls. 92.
Home, A. M. (1998). „Predicting role conflict, overload and contagion in adult
women university students with families and jobs.“ Adult Education
Quarterly, 48(2). Bls.85–97.
Jarvis, P. (1995). Adult and Continuing Education: Theory and Practice. Rout-
ledge, London.
Jón Torfi Jónasson (2004). ,,Staða og þróun starfsfræðslu og símenntunar.“
Gátt: ársrit um fullorðinsfræðslu og starfsmenntun. Fræðslumiðstöð
atvinnulífsins, Reykjavík. Bls. 12–19.
Jón Torfi Jónasson og Andrea Gerður Dofradóttir (2009). Þátttaka í fræðslu
á Íslandi.
Niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar 2003. Rannsóknarstofa
um menntakerfi. Félagsvísindastofnun HÍ, Reykjavík.
Knowles, M. S. (1998). The Adult Learner: The definite classic in adult educa-
tion and human resource development. 5. útgáfa. Gulf Pub. Co, Houston.
Lucas, B. (Júlí 2005). ,,Mind your brain: Why lifelong learning matters.“
Training Journal. Ely. Bls. 16–19. Sótt á netið 13.9.2010: http://
proquest.umi.com/pqdweb?did=878239391&sid =4&Fmt=4&clien-
tId=58032&RQT=309&VName=PQD.
McGivney, V. (1993). Women, Education and Training. Barriers to Access,
Informal Starting Points and Progression Rutes. National Institute of Adult
Continuing Education, Leicester.
Merriam, S. B., Caffarella, R.S. og Baumgarter, L.M. (2007). Learning in
Adulthood. A Comprehensive Guide. 3. útgáfa. Jossey-Bass, San Franc-
isco.
Paladanius, S. (2007). „The Rationality of Reluctance and Indifference Toward
Adult Education: Difficulties in Recruiting Unemployed Adults to Adult
Education.“ Proceedings of the joint international conference of the Adult
Education Research Conference (AERC) (48th National Conference) and
the Canadian Association for the Study of Adult Education (CASAE) (26th
National Conference). CASAE, Ottawa. Bls.471–476.
Rogers, J. (2001). Adults Learning. 4. útgáfa. Open University Press, Buck-
ingham.
Sigrún Jóhannesdóttir. (2004). ,,Finnst fullorðnum líka leikur að læra?“ Gátt:
ársrit um fullorðinsfræðslu og starfsmenntun. Fræðslumiðstöð atvinnulífs-
ins, Reykjavík. Bls. 56–60.
Símenntun: afl á nýrri öld (1998). Álit nefndar um símenntun. Menntamála-
ráðuneytið, Reykjavík.