Gátt - 2010, Qupperneq 48

Gátt - 2010, Qupperneq 48
48 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0 anatöku um nám og starfsþróun en það er val starfsmanns- ins hvort hann þiggur ráðgjöf og hvernig hann nýtir sér hana. Ráðgjöf í umboði VMST fellur undir lög um atvinnuleysis- tryggingar sem fela í sér skyldu atvinnuleitanda til að mæta og taka þátt í starfsleitaráætlunum. Fyrir náms- og starfs- ráðgjafa Mímis var því ráðgjöf í umboði VMST ný nálgun og jafnframt áskorun að takast á við nýtt og breytt hlutverk ráðgjafans. Áður en verkefnið hófst sátu ráðgjafar undir- búningsfund með VMST og hafa einnig notið leiðsagnar og stuðnings á reglulegum fagfundum allra sem koma að verk- efninu undir handleiðslu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Þá hafa ráðgjafar Mímis sérstaka tengiliði hjá VMST sem þeir eru í reglulegu sambandi við. Mat beggja er að samstarfið hafi gengið mjög vel. Ráðþegahópur Mímis í umboði VMST hefur frá upphafi verið langtímaatvinnulausir með stutta formlega skólagöngu og hafa ekki tekið þátt í virkniúrræðum. Framkvæmdin er þannig að ráðgjafar VMST senda ráðgjöfum Mímis lista með nöfnum atvinnuleitenda sem uppfylla fyrrgreind skilyrði. Ráð- gjafi Mímis hringir síðan í atvinnuleitanda og boðar hann í viðtal í umboði VMST. Hann kynnir fyrir viðkomandi að mark- miðið sé að fara yfir stöðu og virkni í starfsleitinni. Í flestum tilvikum er um að ræða fyrsta einstaklingsviðtal viðkomandi eftir að atvinnuleit hófst. H V E R N I g F E R R á Ð g j Ö F I N F R A M ? Ráðgjöfin miðar að því að aðstoða atvinnuleitandann við að finna út hvernig hann getur styrkt stöðu sína og gera áætlanir um framkvæmd. Í ráðgjöfinni er gjarnan fylgt nokkrum hefð- bundnum skrefum í viðtalstækni í náms- og starfsráðgjöf, þ.e. að mynda tengsl við ráðþegann, skilgreina stöðu hans og þarfir, skoða möguleika sem eru í boði og gera áætlun um framkvæmd. Í framhaldinu getur verið um ýmiss konar eftirfylgni að ræða allt eftir þörfum hvers og eins. Algengast er að fyrsta viðtal taki um 60 mín. Saga ráðþega Mikilvægt er að byrja á að kynnast ráðþeganum og byggja upp traust. Ráðgjafinn byrjar gjarnan á að biðja viðkomandi að segja t.d. stuttlega frá hvernig staðan er í atvinnuleitinni og/eða hvernig náms- og starfsferillinn hafi verið fram að þessu. Hann nýtir síðan frásögnina til að spyrja nánar um ýmsa þætti til að átta sig á líðan og stöðu einstaklingsins í starfsleitinni. Neikvæðar afleiðingar langtímaatvinnuleysis, s.s kvíði, fjárhagsvandi og brotin sjálfsmynd, koma fram í mörgum viðtölum. Nokkuð algengt er að ráðþegar hafi sótt um vinnu en ekki fengið svör eða verið hafnað. Margir í þessum hópi glíma við erfiðar tilfinningar tengdar fyrri skólagöngu t.d. vegna lesblindu, vanda tengdum stærð- fræði, athyglisbrests o.fl. Það liggur gjarnan ástæða á baki þess þegar ráðþegi segir „ég ætla ekki í neitt nám eða á námskeið“. Skilgreina stöðu, þarfir og langanir Samhliða frásögn ráðþega eða í kjölfarið spyr ráðgjafi gjarnan spurninga sem hafa það markmið að greina betur áhuga, færni og virkni í starfsleitinni. Þetta er einnig liður í að viðkomandi átti sig betur á hver hann er og hvert hann vilji stefna. Ráðgjafi spyr t.d. um hvað ráðþega hafi líkað vel í vinnu og hvað ekki, hvað hafi gengið vel og ekki vel. Einnig er t.d. spurt hvernig fyrri skólaganga hafi verið, hvort við- komandi eigi eða hafi átt drauma um starfsvettvang, hvort ráðþeginn eigi ferilskrá o.fl. Að auki spyr hann gjarnan beint „hvað telur þú að styrki best stöðu þína á vinnumarkaði?“ Ráðgjafi notar oft ýmis hjálpartæki, s.s. hugkort eða mynd af flokkun mismunandi starfssviða, til að kortleggja betur stöðuna. Þegar ráðþegi og ráðgjafi hafa skilgreint hvað það
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.