Gátt - 2010, Qupperneq 49

Gátt - 2010, Qupperneq 49
49 R á Ð g j Ö F o g R A U N F Æ R N I M A T g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0 er sem viðkomandi vill fyrst og fremst styrkja eða stefna að er komið að næsta skrefi sem er að kynna, skoða og meta hvað er í boði fyrir atvinnuleitandann út frá þörfum hans. Hvaða möguleikar eru í boði? Náms- og starfsráðgjafar þurfa að hafa yfirsýn yfir hvaða nám og úrræði standa bæði atvinnuleitendum sem og öllum fullorðnum til boða. Vinnumálastofnun býður upp á fjölbreytt námskeið og virkniúrræði og styrkir einnig atvinnuleitendur til að fara í námsleiðir skv. námskrám Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem kenndar eru hjá Mími og í nám hjá fleiri fræðsluaðilum. Í mörgum tilvikum opnar kynning á mögu- leikum til náms nýja sýn fyrir ráðþegann á hvað er í boði eða eins og einn ráðþegi sagði „ég hef aldrei þorað að horfa í áttina að skólabyggingu eftir að ég lauk grunnskóla og aldrei dottið í hug að kanna neina möguleika á námi“. Atvinnuleitendum býðst einnig aðstoð hjá ráðgjöfum Mímis við að útbúa eða bæta ferilskrár, stuðning við að útvíkka hugmyndir í atvinnuleit og undirbúa sig undir atvinnuviðtöl. Þetta nýta sér margir. Ef sálrænn eða félagslegur vandi er hindrun í starfsleitinni þá aðstoðar ráðgjafi atvinnuleitanda við að finna aðstoð við hæfi, t.d. hjá sálfræðingi VMST. Í flestum tilvikum er tekin ákvörðun um virkni í viðtalinu og markmið eru sett til skemmri eða lengri tíma. gerð áætlunar Flestir atvinnuleitendur á vegum VMST og þeir sem koma á eigin vegum velja að sækja námskeið eða námsleiðir sem falla undir vinnumarkaðsúrræði eða undirbúa t.d. umsóknir inn í lánshæft nám. Ef atvinnuleitandi óskar eftir námskeiði á vegum VMST fyllir hann út skráningarblað sem er sent ráð- gjöfum þeirra sem sjá um að boða viðkomandi á námskeiðið. Ef viðkomandi hefur hug á að stunda lengra nám, t.d. í náms- leiðum skv. námsskrám Fræðslumiðstöðvar atvinnulífins, þá þarf ráðgjafi Mímis að hafa samband við VMST og kanna hvort viðkomandi eigi rétt á námssamningi og kanna hvort það sé laust pláss. Ef um er ræða nám hjá Mími gengur náms- og starfsráðgjafi frá námssamningi og bókunarblaði þar sem atvinnuleitandi skrifar undir að hann sé meðvitaður um þær skyldur sem úrræðið felur í sér. Þetta gefur einstaklingum tækifæri til að koma í húsnæðið, kynnast ráðgjafa og afla frekari upplýsinga. Það getur losað um kvíða og spennu sem fylgir því að takast á við hlutverk námsmanns á ný. Niður- stöður allra viðtala í umboði Vinnumálastofnunar eru sendar VMST og sjá ráðgjafar þeirra um að skrá inn í skráningarkerfi stofnunarinnar. Eftirfylgni Í mörgum tilvikum veitir ráðgjafi atvinnuleitanda eftirfylgni en það fer allt eftir þörfum og aðstæðum hvers og eins. Þeim sem koma í nám hjá Mími er boðið að leita aðstoðar og stuðnings meðan á námi stendur, t.d. vegna persónulegs og námstengds vanda og margir nýta sér það. Þá stendur atvinnuleitendum í námsleiðum Mímis til boða að koma aftur í viðtal þegar námi er að ljúka og fá tækifæri til að endurskoða markmið sín eða setja sér ný og skoða mögu- leika og leiðir. H ó p R á Ð g j Ö F – F Æ R N I M A p p A Náms- og starfsráðgjafar Mímis hafa boðið atvinnuleitendum upp á hópráðgjöf þar sem þátttakendur hittast í þrjú skipti. Í hópráðgjöfinni eru ræddir ýmsir þættir er snúa að starfs- leit og þeir útbúa færnimöppu. Færnimappan getur hjálpað einstaklingi að koma auga á styrkleika sína og með hópráð- gjöfinni fær atvinnuleitandi tækifæri til að fá viðbrögð og hugmyndir í starfsleit frá fleiri aðilum auk þess að læra af reynslu annarra. A Ð L o K U M Meirihluti ráðþega hjá Mími á síðasta ári hafa verið atvinnu- leitendur. Flestir þeirra hafa sýnt áhuga á að styrkja persónu- lega og starfstengda færni og margir eru að láta drauma um að hefja nám á ný rætast. Ráðgjöf við atvinnuleitendur hefur m.a. vegna skyldu til þátttöku í starfsleitaráætlunum og vilja einstaklinga til starfsþróunar veitt ráðgjöfum tækifæri til að fylgjast betur með hvernig ráðþeginn kemur áætlunum sínum í framkvæmd. Það veitir ánægjulega endurgjöf í starfi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.