Gátt - 2010, Page 69

Gátt - 2010, Page 69
69 A F S j ó N A R H ó L I g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0 auðvitað var þetta á milli tannanna á fólki enda mátti þetta strangt til tekið ekki. Ég lét mér fátt um finnast enda átti ég stuðning míns fólks og fór að vinna hjá útgerðinni. Þrátt fyrir að hafa lent í miklu mótlæti leitaði Helgi aldrei huggunar í áfengi eða öðrum vímugjöfum og áfengi hefur hann aldrei smakkað. – Það má segja að skepnurnar sem pabbi var alltaf með hafi bjargað mér og eins átti ég fullorðna menn sem góða og trausta vini. Í þeirra hópi var ég einn af félögunum. Þetta voru karlar sem voru eldri en pabbi. Ég var ekki nema 12 ára þegar ég fór fyrst ríðandi yfir Kjöl með þrjá gamla karla með mér. En þetta voru vinir mínir og þeir voru ekki að agnúast út í það hvort ég gæti lesið eða ekki. Ég spyr Helga út í hvernig honum hafi gengið þegar kom að því að taka bílpróf? – Það gekk vel, móðir mín hlýddi mér yfir textana og eins tekst mér yfirleitt mjög vel til með krossa- spurningar, mun betur en þegar ég þarf að koma hlutunum niður á blað. Það fer svo mikil orka í að lesa spurninguna að oft og tíðum er ekki mikil orka eftir til þess að skrifa svörin, þó er ég ekki skrifblindur. Eins fór ég í meiraprófið og það gekk líka vel. Eigi að síður fer maginn á mér algjörlega í hnút þegar ég heyri minnst á orðið próf, svarar Helgi og er greini- legt á öllu að konurnar í lífi hans, móðir hans og eiginkona hafa reynst honum sannir bandamenn. Það var einmitt Védís eiginkona Helga sem var búin að skrá hann í lesblindugrein- ingu hjá Þóru Björk í Farskólanum eitt sinn er hann kom heim af sjónum. – Ég hafði sjálfur lengi velt þessu fyrir mér en orðið skóli var nóg til þess að fæla mig frá. Síðan hafði ég alltaf þá afsökun að ekki væri boðið upp á svona námskeið hér fyrir norðan heldur þurfti að fara suður auk þess sem þau voru dýr. Það var því hið besta mál að hún skyldi taka af skarið með þetta, segir Helgi og Védís sem hefur setið með okkur á orðið. – Sonur okkar hafði þá nýlega greinst með lesblindu og það var ekki síður til þess að hjálpa honum að ég skráði Helga í þessa greiningu og í framhaldinu á Ron Davis nám- skeið (námskeiðið heitir Aftur í nám og er ein af vottuðum námsleiðum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, athugasemd frá ritstjórn Gáttar) í Farskólanum. Sjálf höfum við hvað varðar son okkar mjög góða upplifun af starfinu í skólanum og hvernig tekið er á hans málum þar. Öllum samnemendum hans hefur verið gerð grein fyrir vandanum og því verður vandamálið honum mun léttara viðfangs en það var pabba hans á sínum tíma, segir Védís. é g E R Í d A g E K K I g R E I N d U R H á L F V I T I – Ég játa að ég var skíthræddur við að fara í þetta enda hafði skömmin yfir þessu alltaf verið svo mikil. En sú upplifun mín var farin að smita hér inn á heimilið gagnvart syni okkar og því varð ég að fara að gera eitthvað í mínum málum. Það var rosalega gott að fá þessa greiningu og um leið viðurkenningu á því að maður væri ekki hálfviti. Auðvitað vissi ég það ein- hvers staðar djúpt undir niðri sjálfur, segir Helgi og glottir. – Það er nefnilega þannig að við sem eru lesblind fáum oft eitthvað annað í staðinn. Ég hef til dæmis mjög gott sjón- Helgi Ingimarsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.