Gátt - 2010, Side 70
70
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0
og ratminni og ég þarf ekki að hafa farið leið nema einu sinni
til að rata hana aftur. Védís hafði mikið reynt að byggja mig
upp í gegnum árin en ég sjálfur braut mig niður jafn harðan.
Þessi greining og þetta námskeið er eitt það besta sem
fyrir mig hefur komið. Þarna vorum við 11 eða 12 í sömu
stöðu og í heila viku frá klukkan átta til fimm sátum við og
vorum að leira stafi, við sem erum lesblind sjáum allt mynd-
rænt. Bara það að vera innan um fólk sem hafði gengið í
gegnum það sama og ég og geta rætt við það um þessa upp-
lifun hjálpaði mér mikið. Ég sé alls ekki eftir því að hafa farið
á þetta námskeið eða leiðréttingu eins og ég kalla það. Ég er
í dag ekki greindur hálfviti.
Helgi getur í dag lesið blöð og tímarit sér til ánægju en
þykkar bækur leggur hann ekki í. – Ég þarf að hafa gott næði
til þess að geta lesið, það kostar mikla einbeitingu af minni
hálfu. Þóra Björk prófaði að láta mig lesa af glærum með
mismunandi litum en fyrir mig er verst að lesa svarta stafi á
hvítum grunni.
M Í N V A N L Í Ð A N V A R A L V E g A Ð
g E R A ú T A F V I Ð M Ö M M U
Helga verður í viðtalinu tíðrætt um þær kynslóðir fólks sem
ólust upp við einelti og skilningsleysi sökum lesblindu sinnar
enda eru alls ekki mörg ár síðan lesblinda varð viðurkennt
vandamál á Íslandi. Helgi segir að mikilvægt sé að viðurkenna
vandamálið strax frá upphafi og vinna með það sem slíkt, en
lesblindum eru oft gefnar aðrar náðagáfur til að takast á við
vandann. – Tungumál voru mér sérstaklega erfið og voru þeir
tímar mér erfiðir. Þá sat ég bara þarna algjörlega utanveltu
og líðanin eftir því. Kannski var það þess vegna sem mamma
studdi mig þegar ég ákvað á sínum tíma að hætta í skóla, því
mín vanlíðan var alveg að gera útaf við hana, segir Helgi og
á nýjan leik dimmir yfir svip hans er skólaganga æskunnar er
rifjuð upp.
– Það voru í rauninni eingöngu tveir kennarar sem reynd-
ust mér sérstaklega vel varðandi bóklegar greinar, og sem
ég leit upp til. Ég hugsa hlýlega til þeirra enn í dag. Til hinna
kennaranna get ég aldrei litið upp til, segir Helgi. Tilfinningar
hans eru í samræmi við upplifun hans af skólaárunum.
– Ég var á þessum árum orðinn svo viðkvæmur fyrir
gagnrýni að ég þoldi ekki að vera í hópíþróttum, þar sem ég
gat átt á hættu að vera skammaður fyrir mistök, heldur sótti
ég í einstaklingsíþróttir og gekk vel í hestaíþróttinni.
E K K I U p p g j A F A R M A Ð U R Í E Ð L I
S Í N U
Helgi hefur mestan hluta starfsævi sinnar starfað hjá útgerð-
inni, ýmist á sjó eða í landi. Undanfarin ár hefur hann unnið í
landi. Fyrst á unglingaheimilinu Háholti þar sem hann kunni
vel við sig og nú síðast í Mjólkursamlaginu. – Þegar ég vann
hjá útgerðinni við löndunina þurfti ég stundum að skrifa
vinnuskýrslur og fleira og þá æfði ég mig heima. Ég miklaði
það mikið fyrir mér en á endanum var það allt í góðu lagi,
segir Helgi. Þrátt fyrir að hafa hætt í skóla hefur hann aldrei
í lífi sínu gefist svo auðveldlega upp. – Ég var alltaf sjóveikur
þegar ég fór á sjóinn aftur eftir frítúra en ég lét það aldrei
aftra mér frá því að sækja þessa vinnu, heldur lét mig hafa
það. Frekar hefði ég drepist en að gefast upp, segir Helgi.
Við fellum talið og blaðamaður sem ávallt hefur átt við
sjóveiki að glíma getur ekki annað en tekið ofan fyrir mann-
inum sem aldrei gefst upp.
U M H Ö F U N d I N N
Guðný Jóhannesdóttir er ritstjóri héraðsfréttablaðsins Feykis
og fréttamiðilsins feykis.is.