Gátt - 2010, Blaðsíða 72

Gátt - 2010, Blaðsíða 72
72 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0 Leiðbeinendurnir líta frekar á okkur sem jafningja. Þeir gera kröfur um að við séum skapandi og þorum að taka frum- kvæði, segir Sverrir. Hann segir að það sé mikilvægt fyrir sig að kennslan sé einstaklingsmiðuð. – Við höfum öll ólíkan bakgrunn og þess vegna þurfum við að beita mismunandi aðferðum til þess að tileinka okkur námsefnið. En samt er kennslan á faglega háu plani. Það var til dæmis þjónn sem kenndi okkur að leggja á borð og hótelstjóri sem hélt fyrir okkur erindi um rekstur hótels. V I Ð U R Ð U M S j á L F A Ð S E T j A á L A g g I R N A R E I g I Ð F Y R I R T Æ K I á N á M S K E I Ð I N U Þau færast öll í aukana þegar talið berst að eigin fyrirtæki. Þau áttu að leggja fram allt efni til grundvallar viðskiptahug- myndinni, lýsa vinnuferlum og skipta ábyrgð. Þá voru þau send út af örkinni til þess að heimsækja ólík fyrirtæki sem þjónusta ferðamenn. Sundhallir, bensínstöðvar og bakarí eru ekki meðal þeirra fyrirtækja sem fyrst koma upp í hug- ann þegar maður er að velta ferðaþjónustu fyrir sér, samt eru þessi fyrirtæki nauðsynlegir hlekkir þjónustunnar fyrir erlenda ferðamenn sem heimsækja Reykjavík. – Við áttum að upplifa þjónustuna. Það var áhugavert að koma aftur til baka og velta báðum hliðum fyrir sér. Annars vegar út frá sjónarhorni neytandans og hins vegar þess sem veitir þjónustuna, segir Sverrir. – Að veita þjónustu felur í sér samskipti. Hversu leikinn maður er að taka þátt í leiknum hefur áhrif á það hvernig maður upplifir þjónustuna, hvort hún er góð eða slæm, segir Helene. Báðum þótti mikið til þess koma að Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, (SAF) skyldi heimsækja námskeiðið til þess að segja frá ferðaþjónustu sem atvinnugrein á Íslandi og að hún segði þeim að þar væri þörf fyrir þeirra vinnuframlag. Ef greininni ætti að vaxa fiskur um hrygg væri þörf á þekkingu og færni í ferðaþjónustu. SAF vinnur að því að efla færni innan ferðaþjónustunnar, sér í lagi í gistihúsum, framreiðslu og afþreyingargeiranum. Unga fólkið hefur trú á að það fái vinnu að loknu námskeiðinu. – Við sjáum ljósið í myrkrinu, segir Helene. Ekki skyldi gera lítið úr þeim vandamálum sem blasa við ungum atvinnuleitendum í dag, en þess verður þó að gæta að greina má ljós í myrkrinu. Niðurstöður nýlegrar könnunar sýna að börn og unglingar á Íslandi búa ekki við síðri kjör en áður en kreppan skall á. Þrátt fyrir að áhrif hennar hafi verið víðtæk, eru aðrir þættir sem vega upp á móti þeim. Meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum könnunarinnar er að margir hafa meiri tíma til þess að sinna fjölskyldunni. Sam- heldnin vex, fólk tekur höndum saman þegar vandamálin steðja að. Hins vegar hefur fólk áhyggjur af því að ástandið verði viðvarandi. Þá getur vonleysið sem oft er fylgisveinn atvinnuleysisins, gripið um sig hjá þeim sem búa við bág kjör. Það er eins og áður hefur komið fram, og staðfest hefur verið með rannsóknum, að áhrifa þess að verða atvinnulaus á unga aldri gætir fram á fullorðinsár. – Það er ótrúlega mikilvægt að halda rútínunni, koma sér í form og gera áform um framtíðina, og mér finnst þetta tilboð gagnast okkur vel til þess, segir Sverrir Örn Einars- son. Íslendingar eru þekktir fyrir að vera þrautseigir. Þrátt fyrir langtíma harðindi höfum við þraukað. Rétt eftir að ég missti vinnuna voru færri tilboð. En mér finnst eins og það sé hlustað á okkur. Opinberir aðilar hafa brugðist við með lang- tíma sjónarmið að leiðarljósi og það verður þörf fyrir krafta okkar í framtíðinni. – Að vera virkur og taka þátt í námskeiðinu veitir manni nýja sýn á lífið og gerir mann hæfilega bjartsýnan. Við komum auga á ný tækifæri, erum hvött til þess að grípa þau og halda áfram í lífinu, segir Helene Van Doom að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.