Gátt - 2010, Side 73
73
F U L L o R Ð I N S F R Æ Ð S L A o g S T A R F S M E N N T U N
g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0
1 Fjármálaráðuneytið. 1999 og 2007. 2 Fjármálaráðuneytið. 2007, bls. 8.
R á Ð g j A F I A Ð L á N I – T I L S T o F N A N A
HULdA ANNA ARNLjóTSdóTTIR
Hulda Anna Arnljótsdóttir
Ákveðið var að fara af stað með þessa tímabundnu sér-
fræðiþjónustu til að tryggja að allar ríkisstofnanir ættu kost á
úrvals ráðgjöf eða úttektum um valin málefni sem þær gætu
síðan þróað áfram. Staða mannauðsmála hjá stofnunum
var afar mismunandi til að mynda eftir stærð þeirra og voru
sumar lengra komnar en aðrar1 Þá þótti framsetning fræðslu
og starfstengdra námsleiða oft tilviljunarkennd og ekki skýrt
sett fram og það sama átti við um ýmis önnur úrræði mann-
auðsstjórnunar. Hlutverk Ráðgjafa að láni var því að ýta við
stofnunum og koma þeim á bragðið með því að bjóða upp á
hagnýta þjónustu og skýrt fram settar niðurstöður. Með því
að kalla eftir Ráðgjafa að láni geta stofnanir tekið til í sínum
ranni óháð fjárhagslegri getu, stærð eða stöðu mannauðs-
mála. Ráðgjafi að láni hefur oftar en ekki hreyft við málum
og þannig hvatt stofnanir til að halda áfram upp á eigin
spýtur eftir að ráðgjafavinnunni lýkur.
M A N N A U Ð S E F L I N g o g H E L S T U
V E R K E F N I
Áhersla á uppbyggingu mannauðsstjórnunar er vel skiljanleg
í ljósi þess að hagnýting þessarar stjórnunaraðferðar hefur
sýnt fram á ótvírætt gildi ef vel er haldið á spöðunum. Sýnt
hefur verið fram á að starfsfólk hefur jákvæðari viðhorf til
stofnana ef aðferðum mannauðsstjórnunar er fylgt.2 Að
sama skapi virðist sem stjórnunaraðferðin nái ekki flugi
heldur dagi uppi sem staðlausir stafir ef orð og efndir haldast
ekki í hendur og ef framkvæmdin
nær ekki eyrum eða tiltrú starfsfólks.
Mannauðsstjórnun felur það í sér að laða fram það besta hjá
starfsmönnum og gefa þeim færi á að þróa hæfileika sína og
getu sem nýtist bæði stofnunum og þeim sjálfum. Sjónum
er beint að vinnustaðnum og samskiptum og samningum
allra sem þar starfa. Viðfangsefni mannauðsstjórnunar ná
yfir allan starfsþróunarferilinn frá ráðningu til starfsloka. Þau
taka meðal annars til starfsánægju, gildismats og menningar
stofnana ásamt því að fjalla um öflun, miðlun og viðhald
þekkingar og það hvernig þjálfun og frammistaða er metin.
Verkefni Ráðgjafa að láni hafa verið afar fjölbreytt en
algengast er þó að stofnanir hafi óskað eftir aðstoð við að
setja upp heildstæða starfstengda námsleið eða að undirbúa
árleg starfsmannasamtöl.
Beita má margskonar aðferðum til að treysta stoðir
mannauðsstjórnunar hjá stofnunum og aðstoða ráðgjafarnir
við að forgangsraða og meta hvaða verkefni eru brýnust.
Ráðgjafarnir hafa þannig komið að mótun starfsmanna-,
jafnréttis- og heilsustefnu, ráðgjöf um ráðningar og starfs-
lok og hafa styrkt nýliðafræðslu. Ráðgjafarnir hafa einnig
unnið vinnustaðargreiningar, starfs- og hæfnislýsingar og
komið með tillögur um hvernig bæta megi starfsumhverfi
og möguleika til starfsþróunar. Í kjölfar efnahagshrunsins
hefur ráðgjafinn stutt við starfsfólk sem starfar undir miklu
álagi í framlínu stofnana og veitt stjórnendum handleiðslu
um starfsmannamál.
Fræðslusetrið Starfsmennt hefur um átta ára skeið boðið stofnunum upp á þjónustu sem
nefnist Ráðgjafi að láni til að aðstoða þær við að innleiða markvissa mannauðsstjórnun á
vinnustað. Starfsmennt er í eigu fjármálaráðuneytisins og flestra stéttarfélaga innan BSRB
og sinnir símenntun, ráðgjöf og starfsþróunarverkefnum opinberra starfsmanna. Ráðgjafi að
láni er eitt þjónustuúrræða Starfsmenntar og markmiðið er að sjá starfsmönnum og stjórn
endum fyrir nauðsynlegri þekkingu, tækjum eða tólum til að koma málefnum mannauðs
stjórnunar í betra horf og bæta þannig starfsumhverfi, starfsþróunarmöguleika og líðan
starfsfólks. Með þjónustunni er einnig ætlunin að koma til móts við síbreytilegt umhverfi
og auknar kröfur sem gerðar eru til starfa. Ríflega 60 stofnanir hafa nýtt sér þessa þjónustu,
sumar hverjar oftar en einu sinni. Verkefnin hafa verið af ýmsum toga en öll varðað eflingu
mannauðs á vinnustað.