Gátt - 2010, Síða 75

Gátt - 2010, Síða 75
75 F U L L o R Ð I N S F R Æ Ð S L A o g S T A R F S M E N N T U N g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0 námsleiðir sem síðar hafa myndað uppistöðuna í fræðslustarfi stofnana, hæfnislýsingar starfa eða úttektir og skýrslur sem hafa myndað grunn að frekara þróunarstarfi innan stofnana. Lögð hefur verið áhersla á að afurðir Ráðgjafa að láni séu skýrt fram settar og hagnýtar. Til að tryggja það vinnulag hefur ráðgjafinn unnið í anda verklagsreglna Starfsmenntar þar sem lögð er áhersla á víðtækt samstarf, sérsniðna nálgun, sveigjanleika við úrlausn mála, gæði og endurmat. Ávinningur ráðgjafarinnar hefur verið ótvíræður en þó hafa komið í ljós vankantar sem þarf að sníða af. Í fyrsta lagi þá hefur Starfsmennt ekki náð eyrum stórs hluta stjórnenda en margir þeirra þekkja ekki þjónustuna eða álíta að hún henti þeim ekki. Leita þarf leiða til að nálgast stjórnendur á annan hátt en með útgáfum og rafrænum kynningum. Það á einnig við um kynningar til stofnana um möguleika þeirra til að sækja um styrki í mannauðs- og fræðslusjóði stéttarfélaga til að efla fræðslustarf og stofnananám. Stjór- nendum til varnar þá er framboð styrkja afar fjölbreytt og jafnvel flókið og erfitt fyrir væntanlega notendur að rata rétta leið. Tímaskortur hefur einnig háð Ráðgjafa að láni og þá bæði tímahrak innan stofnana og einnig hjá ráðgjöfunum sjálfum. Einstaka ráðgjafar hafa stundum haft of mörg járn í eldinum og því átt erfitt með að einbeita sér að einni stofnun og vinnan þar með orðið of brotakennd. Gæðum og eftir- fylgni getur einnig verið ábótavant og afurð ráðgjafarinnar rýrari en búist var við eða of mikil skriffinnska tekið völdin á kostnað samskipta og samráðs. Skipulagi á vinnustað getur einnig verið ábótavant sem veldur því að ráðgjafinn fær ekki greiðan aðgang að starfsfólki eða gögnum. Þá eru líka dæmi þess að stjórnendur eru ekki vissir um hlutverk sitt í verkefninu. F R A M T Í Ð A R S ý N Kostir ráðgjafarinnar hafa þó vegið mun þyngra en gallarnir eins og til dæmis greiður aðgangur að sérfræðiþekkingu og ráðgjöf án mikils kostnaðar fyrir stofnanir. Ráðgjafarnir hafa ýtt við starfsfólki stofnananna og hvatt það til dáða og flestir þátttakendur hafa haldið vinnunni áfram eftir að ráð- gjöfinni lauk. Margfeldisáhrifin eru því til staðar og innbyggð í verkefnið þar sem ætlast er til að fyrirmyndarverkefni lifi áfram. Þá hefur verið talið gott að fá utanaðkomandi ráð- gjafa til að horfa hlutlaust á mannauðsmál stofnunar með „glöggu gests auga“. Þess konar úttekt hefur gefið óvænta sýn og skapað nýja þekkingu innan stofnana eða styrkt það sem fyrir er. Þá hefur það verið talið ráðgjafanum til tekna að hann tekur beinan þátt í að búa til afurð verkefnis og vinnur með starfsfólki á vettvangi. Það að allir smíði tæki og tól mannauðsstjórnunar eins og sameiginlegt nám eða margskonar gátlista byggir bæði upp væntingar og forvitni á niðurstöðunum og eykur líkur á góðri framkvæmd. Hjá Starfsmennt er um þessar mundir verið að víkka þjónustu Ráðgjafa að láni út, meðal annars vegna breyttra Leiðbeint á vinnustað.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.