Gátt - 2010, Blaðsíða 88

Gátt - 2010, Blaðsíða 88
88 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0 4. Aukin hæfni leiðir af sér meira sjálfstraust og eykur áhugann Það er okkur eðlislægt að vilja öðlast hæfni í því sem okkur finnst skipta máli. Aukin hæfni byggir upp sjálfstraustið. Fullorðnir námsmenn eru yfirleitt mjög meðvitaðir um eigin frammistöðu. Ef þeim finnst hæfnin aukast eykst námsáhug- inn og sjálfstraustið. Öfugt dregur skortur á sjálfstrausti og tilfinning fyrir vanhæfni verulega úr námsáhuga fullorðinna. Margir þeirra sem hafa horfið frá námi án þess að ljúka því hafa djúpa vanmetakennd og líða fyrir skort á sjálfstrausti gagnvart námi og menntun og hefur það mikil áhrif á líf þeirra. Oft hamlar skortur á sjálfstrausti því að fullorðnir hefji nám að nýju. Mikilvægt er að þeir sem það gera upplifi að námið sé árangursríkt og hæfni þeirra aukist. Leiðbeinendinn þarf að skipuleggja námið þannig að það mæti nemandanum þar sem hann er staddur svo að hann hafi tækifæri til að ná árangri og byggja upp sjálfstraustið. Sigurrós Magnúsdóttir fór aftur í nám á framhaldsskóla- stigi á fimmtugsaldri eftir ráðgjöf hjá Fræðsluneti Suðurlands. „Spurð að því hvað hafi komið til að hún hafi ákveðið að fara í nám á fullorðinsaldri segir Sigurrós: „Það blundaði alltaf í mér að fara í skóla og læra meira þó mér hafi ekki gengið vel í skóla á sínum tíma [..] – En hvernig fannst Sigurrós að fara í nám eftir svona langan tíma? „Þetta hefur styrkt mig mikið og gefið mér aukið sjálfstraust. Mér finnst ég vera meira með í þjóðfélaginu. Ég var t.d. skíthrædd við tölvur og hélt að ég gæti ekki lært á þær út af því að ég skildi ekki enskuna en nú er ég búin að taka áfanga í tölvu- og upplýsingatækni og gekk bara vel þannig að ég hef losnað við þessa hræðslu. Ég hef í raun verið að koma sjálfri mér stöðugt á óvart og hef fengið mjög góðar einkunnir.“ (Fræðslunet Suðurlands, 2009:bls. 4) Í stuttu máli er það boðskapur Wlodkowskis að við sem leiðbeinendur sköpum námsaðstæður sem glæða og efla námsáhuga fullorðinna þegar við hjálpum öllum nemendum að verða hluti af hópnum • og finna fyrir öryggiskennd, við stuðlum að jákvæðum viðhorfum þátttakenda til • námsins, við stuðlum að því að hver þátttakandi hafi skýra mynd • af tilgangi námsins í huga sér við gefum hverjum einasta þátttakanda tækifæri til að • ná árangri. N á M S á H U g I S E M V I Ð b ó T A R V Í d d V I Ð g E R Ð K E N N S L U á Æ T L U N A R Hefðbundnar kennsluáætlanir byggjast á námsmarkmiðum og námsathöfnum sem raðað er í tímaröð út frá eðli við- fangsefnisins. Með aðferðafræði, sem Wlodkowski og Gins- berg kynntu árið 1995 og nefna „The Motivational Fram- ework for Culturally Responsive Teaching“, hafa þau bætt við vídd námsáhuga og menningarlegrar næmni. Þegar kennsluáætlunin er samin eru meginatriðin fjögur, sem kynnt voru hér að framan, notuð sem leiðarljós við að velja kennsluhætti og námsathafnir til að flétta inn í áætlunina. Wlodkowski lýsir í bókinni mjög ítarlega sextíu mismunandi kennsluaðferðum og útskýrir á hvaða hátt hver og ein þeirra nýtist til að örva námsáhuga. Aftast í bókinni er heildar- yfirlit yfir allar kennsluaðferðirnar þar sem þær eru flokkaðar og lýst hvaða hvetjandi tilgangi hver og ein þeirra þjónar. Einnig er tilgreint hvenær í námsferlinu er heppilegast að nota hverja aðferð. (Wlodkowski, 2008:bls. 382–385) Mörg dæmi og reynslusögur gera þetta efni bæði lærdómsríkt og notadrjúgt fyrir leiðbeinendur. L E I Ð S Ö g N S E M g L Æ Ð I R N á M S - á H U g A Framúrskarandi leiðsögn er bæði list og tækni. Það er ekki á allra færi að ná þeim árangri. En það geta allir orðið hvetj- andi leiðbeinendur. Þetta er færni sem hægt er að tileinka sér, stjórna og gera betri með ásetningi og aukinni reynslu. Hvetjandi leiðsögn byggist skv. Wlodkowski á fimm meginstoðum sem allar eru mikilvægar. Vanti eina eða fleiri hefur það letjandi áhrif á námsáhuga og árangur nemenda. (Wlodkowski, 2008:bls. 49–94) Sérfræðiþekking • Leiðbeinandi þarf að hafa ítarlega kunnáttu á viðfangs- efni sem nýtist öðrum fullorðnum. Undirbýr sig vel og skipuleggur námsferlið vandlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.