Gátt - 2010, Qupperneq 89

Gátt - 2010, Qupperneq 89
89 F U L L o R Ð I N S F R Æ Ð S L A o g S T A R F S M E N N T U N g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0 Innlifun• Leiðbeinandi þarf að hafa raunsæjan skilning á mark- miðum, sjónarhorni og væntingum námsmanna. Kennslan þarf að mæta námsmönnum þar sem þeir eru staddir með tilliti til reynslu og færni í viðfangsefninu. Leiðbeinandi þarf að taka tillit til tilfinninga og sjónar- miða námsmanna. Eldmóður• Eldmóður hefur mjög mikil áhrif á áhugahvöt nemenda. Hann lýsir sér í áhrifamikilli tjáningu og djúpum áhuga leiðbeinanda á viðfangsefninu. Skýrleiki• Kennslan er skipulögð þannig að allir nemendur geti fylgst með og skilið. Með stoðtímum, fyrirspurnum, einstaklingsleiðsögn og öðrum úrræðum er skapaður farvegur fyrir nemendur svo allir nái að skilja það sem hefur verið kennt. Menningarleg næmni• Leiðbeinandi skapar öruggt námsumhverfi sem allir nemendur eru þátttakendur í og þar sem borin er virð- ing fyrir hverjum einstaklingi. Viðfangsefni námsins er tengt við reynslu og þekkingu nemenda og tekið mið af fjölbreytilegum menningarbakgrunni þeirra. L o K A o R Ð Hér hefur verið sagt nokkuð frá hugmyndum Wlodkowskis um námsáhuga fullorðinna og hvernig hægt er með skipu- lögðum hætti að gera námsferli hvetjandi og árangursríkt fyrir fullorðna námsmenn. Að mínu mati á bókin mikið erindi til þeirra sem skipuleggja fræðslu og stunda leiðsögn fyrir fullorðna hér á landi. Af henni er hægt að læra margt sem getur gert nám og kennslu ánægjulegra og árangursríkara fyrir alla. H E I M I L d I R Fræðslunet Suðurlands (2009). Afmælisrit og námsvísir. Sótt af www.fraedsl- unet.is í nóvember 2009. Svanfríður Inga Jónasdóttir. (2005). Námsáhugi fólks með litla formlega menntun. Meistaraprófsverkefni lagt fram til fullnaðar M.Ed.-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði við Kennaraháskóla Íslands með áherslu á stjórnun menntastofnana. Vinnuhópur ráðuneytis Félags- og tryggingamála og Mennta- og menn- ingarmála. (2009). Ungt fólk án atvinnu – virkni þess og menntun. Skýrsla unnin fyrir félags- og tryggingamálaráðherra og mennta- og menningar- málaráðherra. Reykjavík. Wlodkowski, R. J. (2008). Enhancing Adult Motivation to Learn. A Comprehen- sive Guide for Teaching All Adults (3 útgáfa). San Francisco: Jossey-Bass. U M H Ö F U N d I N N Helga Sigurjónsdóttir er sérfræðingur í Innri endurskoðun Landsbankans. Hún hefur B.S. próf í tölvunarfræði og hefur sótt fjölda námskeiða á sviði upplýsingatækni, gæða- og verkefnastjórnunar. Árið 2009 stundaði hún framhaldsnám við Menntavísindasvið HÍ á námsbrautinni Fræðslustarf með fullorðnum og mannauðsþróun. Hún hefur starfað sem sér- fræðingur, stjórnandi og leiðbeinandi fullorðinna frá 1983. Hún hefur sinnt fræðslumálum fullorðinna um árabil m.a. sem kennari við Tölvuháskóla Verzlunarskóla Íslands 1988–1997, sem forstöðumaður upplýsingatæknimála og fræðslustjóri Pennans 2000–2006. Hún hefur einnig verið skipuleggjandi og leiðbeinandi á fjölda námskeiða á vegum Símenntar TVÍ, EHÍ og fyrir ýmis fyrirtæki og stofnanir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.